
Óhætt má segja að hin ágæta frelsisræða J.D. VANCE, aðstoðarforseta Bandaríkjanna, hafi stungið beint á graftarkýli hræsni og mannvonsku Evrópusambandsins og Nató. Formaður öryggisráðstefnunnar í München, Christoph Heusgen, fór að grenja, þegar hann sleit ráðstefnunni og fór af senunni undir lófaklappi án þess að lesa upp samantekt ráðstefnunnar.
Það er táknrænt fyrir upplausn ESB, að núna hefur Frakklandsforseti boðað til „neyðarfundar“ í París á morgun til að ræða hvernig hinir móðguðu pótintátar ESB skulu bregðast við vegna þess að helsti bandamaður þeirra „hafi svikið og vogi sér að tala beint við Pútín“ án þess að biðja um leyfi fyrst. ESB og Zelenskí þykjast hafa einkarétt á að tala við Pútín sem ekki á að gera nema yfir gröf hans jafnvel þótt það kosti kjarnorkuhelför sem myrðir langtum fleiri en Covid-19.
Ræðan sem stakk á fasista- og ritskoðunarkýli ESB er hér að neðan í lauslegri þýðingu. Kjarni hennar er um mikilvægi frelsis og lýðræðis fyrir þjóðir ef samstarf þeirra eigi að bera árangur.
Takk fyrir og takk til allra fulltrúanna sem safnast hér saman, framámenn og fjölmiðlafólk. Sérstakar þakkir til gestgjafa öryggisráðstefnunnar í München fyrir að halda slíka sérstaka ráðstefnu. Við erum auðvitað himinlifandi yfir því að vera hér. Við erum hæstánægð að vera hér.
Eitt af því sem ég vildi tala um í dag eru sameiginleg og sjálfsögð gildi okkar. Það er frábært að vera kominn aftur til Þýskalands. Eins og þið heyrðuð áður, þá var ég hérna í fyrra sem öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum. Ég sá David Lammy utanríkisráðherra og grínaðist að við vorum báðir hérna í fyrra en í öðrum störfum en við höfum núna.
En núna er kominn tími fyrir öll lönd okkar, fyrir okkur öll sem höfum verið svo heppin að fá pólitískt umboð þjóða okkar, að fara skynsamlega með það til hagsbóta fyrir löndin.
Ég vil segja að ég var svo heppinn að fá nokkra tíma aflögu utan veggja ráðstefnunnar síðasta sólarhring. Ég dáist að gestrisni fólksins hér jafnvel þótt það sé að sjálfsögðu slegið óhug vegna þessarar hræðilegu árásar í gær.
í fyrsta skipti sem ég kom til München þá var ég með konunni minni í einkaerindum. Hún er með mér hér í dag. Ég hef alltaf elskað Münchenborg og ég hef alltaf elskað íbúa hennar. Ég vil bara segja að við erum mjög hrærð og hugsanir okkar og bænir eru með München og öllum þeim sem verða fyrir vonskunni í þessu fallega samfélagi. Við hugsum til ykkar, við biðjum fyrir ykkur og hugurinn mun svo sannarlega vera með ykkur á komandi dögum og vikum (lófaklapp).
Ég vona að þetta verði ekki síðasta klappið sem ég fæ…
Að sjálfsögðu komum við saman á þessari ráðstefnu til að ræða öryggismálin og þá er venjulega átt við ytri ógnir við öryggi okkar. Ég sé marga frábæra herforingja komna saman hér í dag. Þó að Trump-stjórnin hafi miklar áhyggjur af öryggi í Evrópu en trúir því að við getum komist að sanngjörnu samkomulagi milli Rússlands og Úkraínu, þá teljum við einnig mikilvægt á næstu árum, að Evrópa taki sig verulega á í eigin varnarmálum.
Sú hætta sem ég hef mestar áhyggjur af sem steðjar að Evrópu er ekki Rússland.
Það er ekki Kína. Það er enginn ytri aðili. Það sem ég hef áhyggjur af er hættan innan frá – afturhvarf Evrópu frá sumum grundvallargildum sínum, gildum sem eru sameiginleg með Bandaríkjunum.
Það kom mér á óvart að sjá fyrrverandi framkvæmdastjóra Evrópusambandsins nýlega í sjónvarpi og hann virtist hæstánægður með að rúmenska ríkisstjórnin væri nýbúin að ógilda heilar kosningar. Hann varaði við því að ef hlutirnir gengu ekki samkvæmt áætlun, þá gæti það sama einnig gerst í Þýskalandi.
Þessar svakalegu yfirlýsingar eru átakanlegar í eyrum Bandaríkjamanna.
Okkur hefur verið tjáð í mörg ár, að allt sem við fjármögnum og styðjum, sé gert í nafni sameiginlegra lýðræðisgilda okkar.
Allt – frá stefnu í málefnum Úkraínu til stafrænnar ritskoðunar – er sagt vera til varnar lýðræðinu.
En þegar við sjáum evrópska dómstóla aflýsa kosningum og háttsetta embættismenn hóta að aflýsa fleirum, þá ættum við að spyrja okkur sjálf, hvort markmið okkar séu nægjanlega háleit.
Ég segi „okkur sjálf“ vegna þess að ég trúi því að grundvallarlega séð, þá séum við í sama liði. Við verðum að gera meira en að tala um lýðræðislegu gildin. Við verðum að lifa samkvæmt þeim.
Mörg ykkar í þessu herbergi muna eftir því að kalda stríðið safnaði saman verjendum lýðræðisins gegn harðstjórnaröflum þessarar heimsálfu.
Hugleiðið þess vegna þá hlið baráttunnar sem ritskoðar andófsmenn, lokar kirkjum og aflýsir kosningum. Eru það góðu mennirnir?
Svo sannarlega ekki. Guði sé lof að þeir töpuðu kalda stríðinu. Þeir töpuðu, vegna þess að þeir mátu hvorki né virtu hina sérstaka velgjörð frelsisins – frelsi til að koma á óvart, gera mistök, finna upp, byggja.
Það hefur sýnt sig að það er ekki hægt að þvinga fram nýsköpun eða sköpunargáfu, rétt eins og ekki er hægt að þvinga fólk hvað það á að hugsa, hvaða tilfinningar það hefur eða hverju það trúir.
Við teljum að þessir hlutir hangi vissulega saman. Því miður, þegar ég horfi á Evrópu í dag, þá er stundum nokkuð óljóst hvað varð um ýmsa sigurvegara kalda stríðsins. Ég horfi til Brussels, þar sem kommisarar ESB vara borgarana við því, að þeir hyggist loka samfélagsmiðlum á tímum borgaralegrar ólgu samtímis sem þeir festa augun á það sem þeir telja „hatursefni.“
Einmitt hér í þessu landi hefur lögreglan gert áhlaup á meðborgara sem grunaðir eru um að birta andfemínískar athugasemdir á Internet. Er það hluti af „Baráttu gegn kvennahatri á Internet: Dagur aðgerða.“
Ég horfi til Svíþjóðar, þar sem yfirvöld dæmdu kristinn aðgerðarsinna fyrir tveimur vikum vegna þátttöku í Kóranbrennum sem leiddu til morðs á vini hans. Dómarinn benti á hið hrollvekjandi í málinu að lög Svíþjóðar sem eiga að vernda tjáningarfrelsið tryggja í rauninni ekki að leyfilegt sé að gera neitt eða segja gagnvart vissum trúarhópi sem gæti móðgað þann hóp.
Og það sem er kannski stærsta áhyggjuefnið, þegar ég lít til okkar kæru vina í Bretlandi, er það afturhvarf frá rétti raddar samviskunnar sem hefur komið grundvallarfrelsi trúabragða í uppnám í Bretlandi.
Fyrir rúmum tveimur árum ákærðu bresk stjórnvöld Adam Smith-Connor, 51 árs sjúkraþjálfara og fyrrum herforingja, fyrir þann hryllilega glæp að vera 50 metra frá fóstureyðingarstofu og flytja bæn í þrjár mínútur í kyrrþey.
Hann var ekki að hindra neinn. Ekki að eiga samskipti við neinn. Bara að biðja bæn í hljóði með sjálfum sér. Eftir að breska lögreglan kom auga á hann og krafðist þess að fá að vita af hverju hann væri að biðja bæn í hljóði, þá svaraði Adam einfaldlega: „Þetta var bæn fyrir hinn ófædda son okkar“ sem hann og fyrrverandi kærasta hans höfðu fargað í fóstureyðingu fyrir nokkrum árum.
Lögreglumennirnir voru ekki sáttir við þá skýringu.
Adam var fundinn sekur um að hafa brotið ný „nálgunarlög“ stjórnvalda, sem refsa fyrir þöglar bænir og aðrar aðgerðir sem gætu haft áhrif á ákvörðun einstaklinga innan 200 metra fjarlægðar frá fóstureyðingarstöðvum.
Hann var dæmdur til að greiða ákæruvaldinu þúsundir punda í málskostnað.
Ég vildi að ég gæti sagt að þetta hafi verið tilviljun — einstakt brjálæðislegt dæmi um hvernig illa skrifuð lög beindust gegn einum einstaklingi.
En nei.
Í október síðastliðnum, fyrir örfáum mánuðum, hófu skosk stjórnvöld að dreifa bréfum til landsmanna sem bjuggu í húsum innan svo kallaðra öruggra aðgangssvæða. Voru íbúarnir varaðir við því að jafnvel einkabæn innan veggja þeirra eigin heimilis gæti verið lögbrot.
Að sjálfsögðu hvöttu stjórnvöld lesendur til að kæra alla meðborgara sem grunaðir voru um slíka hugsanaglæpi.
Ég óttast að tjáningarfrelsið sé á undanhaldi í Bretlandi og víðar í Evrópu.
Góðu vinir, til þess að vera kurteis og jafnframt segja sannleikann, þá viðurkenni ég að stundum hafa háværustu raddirnar fyrir ritskoðun ekki komið frá Evrópu heldur innan frá mínu eigin landi, þar sem fyrri ríkisstjórn hótaði og beygði samfélagsmiðla til að ritskoða svo kallaðar óreiðuupplýsingar.
Óreiðuupplýsingar eins og til dæmis hugmyndina um að kórónuveiran hefði líklega lekið frá rannsóknarstofu í Kína.
Okkar eigin ríkisstjórn hvatti einkafyrirtæki til að þagga niður í fólki sem þorði að segja það sem reyndist vera augljós sannleikur.
Svo ég kem hingað í dag ekki bara með athugasemdir heldur með tilboð.
Á sama hátt og Biden-stjórnin reyndi á örvæntingarfullan hátt að þagga niður í fólki sem sagði sína skoðun, þá mun Trump-stjórnin gera nákvæmlega hið gagnstæða.
Og ég vona að við getum unnið saman að því.
Í Washington er nýr fógeti í bænum og undir forystu Donald Trump gætum við verið ósammála skoðunum ykkar en við munum berjast fyrir rétti ykkar til að segja þær opinberlega, hvort sem við erum þeim sammála eða ósammála.
Núna erum við auðvitað komin á þann stað þar sem ástandið er orðið svo slæmt að Rúmenía aflýsir úrslitum forsetakosninganna í desember á grundvelli takmarkaðra grunsemda leyniþjónustunnar og gífurlegs þrýstings frá nágrönnum sínum í álfunni.
Eins og ég skil málið, þá voru rökin þau að rússneskar óreiðuupplýsingar hefðu smitað rúmensku kosningarnar.
En ég vil biðja evrópska vini mína að horfa yfir sjóndeildarhringinn.
Þið megið trúa því að það sé rangt af Rússlandi að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum til að hafa áhrif á kosningar ykkar.
Það gerum við svo sannarlega.
Þið getið jafnvel fordæmt það á alþjóðavettvangi.
En ef það er hægt að eyðileggja lýðræði ykkar með nokkur hundruð dollara stafrænni auglýsingu erlends ríkis, þá var það ekki mjög sterkt til að byrja með.
Góðu fréttirnar eru þær að ég held að lýðræðisríki ykkar séu umtalsvert minna brothætt en margir virðast óttast.
Og ég trúi því raunverulega að með því að leyfa meðborgurum okkar að tjá skoðanir sínar, þá mun það gera þá sterkari.
Sem að sjálfsögðu færir okkur aftur til München þar sem skipuleggjendur þessarar ráðstefnu hafa bannað þingmönnum sem eru fulltrúar popúlistaflokka bæði til vinstri og hægri að taka þátt í þessum samtölum.
Ég kem aftur að því að við þurfum ekki að vera sammála um allt – eða ekki neitt – af því sem fólk segir.
En sem stjórnmálaleiðtogar fyrir mikilvægt kjördæmi, þá er það skylda okkar að taka að minnsta kosti þátt í samræðum við þá.
Fyrir mörg okkar hinum megin við Atlantshafið þá lítur þetta sífellt meira út eins og gamlir, rótgrónir hagsmunir sem földu sig á bak við ljót orð Sovéttímans eins og falsupplýsingar og óreiðuupplýsingar. Það var einfaldlega ekki ásættanlegt að einhverjir hefðu aðra skoðun eða gætu tjáð aðrar skoðanir, eða, guð forði okkur frá því, kosið um eitthvað annað – eða jafnvel það sem var miklu verra, – unnið kosningar.
Þetta er öryggisráðstefna og ég er viss um að þið hafið öll komið hingað undirbúin til að ræða, hvernig þið ætlið nákvæmlega að auka útgjöld til varnarmála á næstu árum varðandi ýmis ný markmið.
Það er frábært.
Vegna þess – eins og Trump forseti hefur gert ljóst á skýran hátt, þá telur hann að evrópskir vinir okkar verði að gegna stærra hlutverki í framtíð þessarar heimsálfu.
Þið heyrið hugtakið að „deila byrðum“ – við teljum að það sé mikilvægur þáttur í því að vera saman í sameiginlegu bandalagi, að Evrópubúar vinni sig upp á meðan Bandaríkin einbeita sér að svæðum heims sem eru í mikilli hættu.
En leyfið mér líka að spyrja – hvernig er hægt að hefja vinnu að fjárhagsáætlun ef við vitum ekki einu sinni hvað það er sem við erum að verja?
Ég hef þegar heyrt margt í samtölum mínum og ég hef átt mörg, mörg frábær samtöl við marga sem eru samankomnir hér í þessum sal. Ég hef hlustað mikið á hvað þið þurfið að verja ykkur fyrir og auðvitað er það mikilvægt.
En það sem virðist aðeins óljósara og einnig fyrir íbúa Evrópu að mínu mati, er hvað það er nákvæmlega sem þið eruð að verja ykkur gegn. Hver er sú jákvæða framtíðarsýn sem lífgar upp á þennan sameiginlega öryggissamning sem við teljum öll að sé svo mikilvægur?
Ég trúi því innilega að það verði ekkert öryggi til staðar, ef þið eruð hrædd við þær raddir, skoðanirnar og samvisku sem leiðbeina ykkar eigin fólki.
Evrópa stendur frammi fyrir mörgum áskorunum, en kreppan sem þessi heimsálfa stendur frammi fyrir núna, kreppan sem ég tel að við stöndum öll frammi fyrir sameiginlega, er okkar eigið verk.
Ef þið eruð hrædd við ykkar eigin kjósendur, þá geta Bandaríkin ekkert gert fyrir ykkur.
Það verður þá heldur ekki neitt sem þið getið gert fyrir bandarísku þjóðina sem kaus mig og Trump forseta.
Það þarf lýðræðislegt umboð til að koma því í verk sem verður að verðmætum næstu ára. Höfum við ekkert lært – að umboð á hálum ís skilar óstöðugum árangri? Það er hægt að leggja grunn að miklum verðmætum með því lýðræðislegu umboði sem kemur í kjölfar þess að vera móttækilegur fyrir röddum meðborgaranna.
Ef njóta á samkeppnisbærs efnahags, fá orku á viðráðanlegu verði og tryggja öryggi aðfangakeðju, þá þarf umboð til að stjórna – vegna þess að það þarf að taka erfiðar ákvarðanir til að koma þessu í gegn. Og auðvitað þekkjum við þetta mjög vel í Bandaríkjunum. Það er ekki hægt að fá lýðræðislegt umboð með því að ritskoða stjórnmálaandstæðinga eða setja þá í fangelsi. Hvort sem það er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, auðmjúkur kristinn maður sem biður á heimili sínu eða blaðamaður sem reynir að segja fréttir. Maður fær heldur ekki neitt með því að gera lítið úr grunnkjósendum sínum varðandi þátttöku þeirra í sameiginlegu samfélagi okkar.
Af öllum þeim brýnu áskorunum sem þjóðirnar sem hér eiga fulltrúa standa frammi fyrir tel ég að engin sé brýnni en fjöldainnflutningurinn. Í dag er tæplega einn af hverjum fimm íbúum hérlendis, aðfluttur frá útlöndum. Það er auðvitað sögulegt hámark. Það er samt sem áður svipaður fjöldi og er í Bandaríkjunum – sem einnig er sögulegt hámark. Fjöldi innflytjenda sem kom inn í ESB frá löndum utan ESB tvöfaldaðist á milli 2021 – 2022. Tölurnar hafa hækkað mikið eftir það. Og við þekkjum það, að slíkt ástand kemur ekki af sjálfu sér.
Þetta er afleiðing samfelldra, meðvitaðra ákvarðana sem teknar voru á einum áratug af stjórnmálamönnum í allri álfunni og öðrum álfum um allan heim. Við sáum hryllilegar afleiðingar þessara ákvarðana einmitt í þessari borg í gær.
Og ég get að sjálfsögðu ekki minnst aftur á þann atburð nema að hugsa til fórnarlambanna sem fengu þennan fallega vetrardag eyðilagðan á hryllilegan hátt hér í München.
Hugsanir okkar og bænir eru hjá þeim og verða áfram hjá þeim. En til að byrja með, hvers vegna gerðist þetta? Þetta er hræðileg saga en hún er sagan sem við höfum heyrt allt of oft í Evrópu og því miður einnig of oft í Bandaríkjunum. Hælisleitandi sem oft er ungur maður á miðjum þrítugsaldri og lögreglan kannast við, keyrir bíl inn í mannfjöldann og rústar honum.
Hversu oft eigum við að þurfa að verða fyrir slíkum skelfilegum áföllum áður en við breytum um stefnu og förum með sameiginlega siðmenningu okkar í aðra átt?
Enginn kjósandi í þessari heimsálfu fór í kjörklefann til þess að opna flóðgátt fyrir milljónir eftirlitslausra innflytjenda.
En vitið þið hvað þeir kusu? Í Englandi kusu þeir Brexit. Hvort sem maður er því sammála eða ósammála, þá völdu þeir það. Um alla Evrópu velja kjósendur stjórnmálaleiðtoga sem lofa að binda enda á hömlulausa fólksinnflutninga. Ég deili mörgum af þessum áhyggjum en þið þurfið ekki að vera sammála mér. Ég held bara að fólki sé annt um heimili sín. Þeim er annt um drauma sína. Þeim er annt um öryggi sitt og getu sína til að sjá fyrir sér og börnum sínum. Og fólk er vel gefið. Ég tel þetta vera eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á stuttum tíma mínum í stjórnmálum.
Öfugt við það sem þú gætir heyrt í Davos handan við nokkur fjöll, þá líta meðborgarar allra þjóða okkar almennt ekki á sig sem vel menntuð dýr eða skiptanlegt tannhjól í alþjóðlegu hagkerfi.
Enginn þarf að vera hissa á því, að þeir vilja ekki láta hringla með sig eða vera endalaust sniðgengnir af leiðtogum sínum. Það er einmitt lýðræði þegar uppgjör slíka stórar spurninga verður útkljáða í kjörklefanum.
Ég held að það að sniðganga kjósendur og vísa áhyggjum þeirra á bug, eða það sem verra er, að loka fjölmiðlum og afnema kosningar eða útiloka fólk frá stjórnmálaferlinu – það verndar ekki neitt.
Í rauninni er það öruggasta leiðin til að eyðileggja lýðræðið.
Að tjá sig og skoðanir sínar eru engin afskipti af kosningum, jafnvel þótt fólk tjái skoðanir erlendis og jafnvel þegar þetta sama fólk hefur mikil áhrif.
Og trúið mér, þegar ég segi það fullkomlega í gríni:
Fyrst bandaríska lýðræðið gat lifað í tíu ár með Gretu Thunberg og skömmum hennar, þá komist þið af með Elon Musk í nokkra mánuði.
En það sem þýska lýðræðið – það sem ekkert lýðræði, hvorki bandarískt, þýskt eða evrópskt – kemst lifandi frá, er að segja milljónum kjósenda að hugsanir þeirra og áhyggjur eða óskir um létti séu óverðugar og að ekkert mark takandi á þeim.
Lýðræði byggir á þeirri helgu meginreglu að rödd fólksins skipti máli. Hér er ekkert pláss fyrir skothelda múra. Annað hvort heldur þú uppi meginreglunni eða ekki. Evrópubúar – fólkið – hefur rödd. Leiðtogar Evrópu eiga valkost. Það er sterk sannfæring mín, að við þurfum ekki að óttast framtíðina.
Þú getur tekið það til þín sem fólkið þitt segir jafnvel þótt það komi þér á óvart, jafnvel þegar þú ert ósammála. Ef þið gerið það, þá getið þið vissulega mætt framtíðinni með sjálfstrausti, meðvituð um að þjóðin stendur að baki sérhverju ykkar.
Fyrir mér eru þetta hinir miklu töfrar lýðræðisins. Þeir er ekki í þessum steinbyggingum eða fallegu hótelum. Þeir er ekki einu sinni í þeim frábæru stofnunum sem við höfum byggt saman og samfélagið deilir. Að trúa á lýðræðið er að skilja að hvert og eitt okkar hefur visku og eigin rödd.
Og ef við neitum að hlusta á þá rödd, þá munu jafnvel farsælustu bardagar okkar ekki tryggja neinn sérstakan árangur. Eins og Jóhannes Páll páfi II, sem að mínu mati er einn af merkilegustu baráttumönnum lýðræðisins í þessari sem öðrum heimsálfum, sagði einu sinni:
„Óttist eigi.“
Við ættum ekki að hræðast fólkið okkar, jafnvel þótt það tjáir skoðanir sem leiðtogarnir eru ósammála.
Ræðan JD VANCE varaforseta Bandaríkjanna á ensku:
Well, thank you, and thanks to all the gathered delegates, luminaries, and media professionals. Thanks especially to the host of the Munich Security Conference for being able to put on such an incredible event. We’re, of course, thrilled to be here. We’re happy to be here.
One of the things that I wanted to talk about today is, of course, our shared values. It’s great to be back in Germany. As you heard earlier, I was here last year as a United States senator. I saw Foreign Secretary David Lammy and joked that both of us last year had different jobs than we have now.
But now it’s time for all of our countries, for all of us who have been fortunate enough to be given political power by our respective peoples, to use it wisely—to improve their lives.
I want to say that I was fortunate, in my time here, to spend some time outside the walls of this conference over the last 24 hours. I’ve been so impressed by the hospitality of the people, even as they are, of course, reeling from yesterday’s horrendous attack.
The first time I was ever in Munich was with my wife—who’s here with me today—on a personal trip. I’ve always loved the city of Munich, and I’ve always loved its people. I just want to say that we are very moved, and our thoughts and prayers are with Munich and everybody affected by the evil inflicted on this beautiful community. We’re thinking about you, we’re praying for you, and we will certainly be rooting for you in the days and weeks to come.
Now, I hope that’s not the last bit of applause that I get.
We gather at this conference, of course, to discuss security, and normally, we mean threats to our external security. I see many great military leaders gathered here today. While the Trump administration is very concerned with European security and believes that we can come to a reasonable settlement between Russia and Ukraine, we also believe that it’s important, in the coming years, for Europe to step up in a big way to provide for its own defense.
However, the threat that I worry most about for Europe is not Russia. It’s not China. It’s not any other external actor. What I worry about is the threat from within—the retreat of Europe from some of its most fundamental values, values that are shared with the United States of America.
I was struck that a former European commissioner went on television recently and sounded delighted that the Romanian government had just annulled an entire election. He warned that if things don’t go to plan, the very same thing could happen in Germany too.
Now, these cavalier statements are shocking to American ears.
For years, we’ve been told that everything we fund and support is in the name of our shared democratic values.
Everything—from our Ukraine policy to digital censorship—is billed as a defense of democracy.
But when we see European courts canceling elections, and senior officials threatening to cancel others, we ought to ask whether we’re holding ourselves to an appropriately high standard.
And I say “ourselves” because I fundamentally believe that we are on the same team. We must do more than talk about democratic values. We must live them.
Within living memory of many of you in this room, the Cold War positioned defenders of democracy against tyrannical forces on this continent.
Consider the side in that fight that censored dissidents, closed churches, and canceled elections. Were they the good guys?
Certainly not. And thank God they lost the Cold War. They lost because they neither valued nor respected all of the extraordinary blessings of liberty—the freedom to surprise, to make mistakes, to invent, to build.
As it turns out, you can’t mandate innovation or creativity, just as you can’t force people what to think, what to feel, or what to believe.
We believe those things are certainly connected. Unfortunately, when I look at Europe today, it’s sometimes not so clear what happened to some of the Cold War’s winners. I look to Brussels, where EU commissars warn citizens that they intend to shut down social media during times of civil unrest, the moment they spot what they’ve judged to be “hateful content.”
Or to this very country, where police have carried out raids against citizens suspected of posting anti-feminist comments online, as part of „Combating Misogyny on the Internet: A Day of Action.“
I look to Sweden, where two weeks ago, the government convicted a Christian activist for participating in Quran burnings that resulted in his friend’s murder. And as the judge in his case chillingly noted, Sweden’s laws to supposedly protect free expression do not, in fact, grant a free pass to do or say anything without risking offending the group that holds that belief.
And perhaps most concerningly, I look to our very dear friends, the United Kingdom, where the backslide away from conscience rights has placed the basic liberties of religious Britain in the crosshairs.
A little over two years ago, the British government charged Adam Smith-Connor, a 51-year-old physiotherapist and army veteran, with the heinous crime of standing 50 meters from an abortion clinic and silently praying for three minutes.
Not obstructing anyone. Not interacting with anyone. Just silently praying on his own. After British law enforcement spotted him and demanded to know what he was praying for, Adam replied simply: “It was on behalf of the unborn son he and his former girlfriend had aborted years before.”
Now, the officers were not moved.
Adam was found guilty of breaking the government’s new “buffer zone” law, which criminalizes silent prayer and other actions that could influence a person’s decision within 200 meters of an abortion facility.
He was sentenced to pay thousands of pounds in legal costs to the prosecution.
Now, I wish I could say that this was a fluke—a one-off crazy example of a badly written law being enacted against a single person.
But no.
This last October, just a few months ago, the Scottish government began distributing letters to citizens whose houses lay within so-called Safe Access Zones, warning them that even private prayer within their own homes may amount to breaking the law.
Naturally, the government urged readers to report any fellow citizen suspected guilty of thought crime.
In Britain and across Europe, free speech, I fear, is in retreat.
And in the interest of comity, my friends, but also in the interest of truth, I will admit that sometimes the loudest voices for censorship have come not from within Europe, but from within my own country, where the prior administration threatened and bullied social media companies to censor so-called misinformation.
Misinformation like, for example, the idea that coronavirus had likely leaked from a laboratory in China.
Our own government encouraged private companies to silence people who dared to utter what turned out to be an obvious truth.
So, I come here today not just with an observation, but with an offer.
And just as the Biden administration seemed desperate to silence people for speaking their minds, so the Trump administration will do precisely the opposite.
And I hope that we can work together on that.
In Washington, there is a new sheriff in town, and under Donald Trump’s leadership, we may disagree with your views, but we will fight to defend your right to offer them in the public square, agree or disagree.
Now, we’re at the point, of course, where the situation has gotten so bad that, this December, Romania straight up canceled the results of a presidential election based on the flimsy suspicions of an intelligence agency and enormous pressure from its continental neighbors.
Now, as I understand it, the argument was that Russian disinformation had infected the Romanian elections.
But I’d ask my European friends to have some perspective.
You can believe it’s wrong for Russia to buy social media advertisements to influence your elections.
We certainly do.
You can condemn it on the world stage, even.
But if your democracy can be destroyed with a few hundred dollars of digital advertising from a foreign country, then it wasn’t very strong to begin with.
Now, the good news is that I happen to think your democracies are substantially less brittle than many people apparently fear.
And I really do believe that allowing our citizens to speak their minds will make them stronger still.
Which, of course, brings us back to Munich, where the organizers of this very conference have banned lawmakers representing populist parties on both the left and the right from participating in these conversations.
Now again, we don’t have to agree with everything—or anything—that people say.
But when political leaders represent an important constituency, it is incumbent upon us to at least participate in dialogue with them.
To many of us on the other side of the Atlantic, it looks more and more like old, entrenched interests hiding behind ugly, Soviet-era words like misinformation and disinformation, who simply don’t like the idea that somebody with an alternative viewpoint might express a different opinion, or, God forbid, vote a different way—or even worse, win an election.
Now, this is a security conference, and I’m sure you all came here prepared to talk about how exactly you intend to increase defense spending over the next few years, in line with some new target.
And that’s great.
Because as President Trump has made abundantly clear, he believes that our European friends must play a bigger role in the future of this continent.
We don’t think—you hear this term “burden sharing”—but we think it’s an important part of being in a shared alliance together, that the Europeans step up while America focuses on areas of the world that are in great danger.
But let me also ask you—how will you even begin to think through the kinds of budgeting questions if we don’t know what it is that we are defending in the first place?
I’ve heard a lot already in my conversations, and I’ve had many, many great conversations with many people gathered here in this room. I’ve heard a lot about what you need to defend yourselves from, and of course, that’s important.
But what has seemed a little bit less clear to me, and certainly, I think, to many of the citizens of Europe, is what exactly it is that you’re defending yourselves for. What is the positive vision that animates this shared security compact that we all believe is so important?
And I believe deeply that there is no security if you are afraid of the voices, the opinions, and the conscience that guide your very own people.
Europe faces many challenges, but the crisis this continent faces right now, the crisis I believe we all face together, is one of our own making.
If you are running in fear of your own voters, there is nothing America can do for you.
Nor, for that matter, is there anything that you can do for the American people who elected me and elected President Trump.
You need democratic mandates to accomplish anything of value in the coming years. Have we learned nothing—that thin mandates produce unstable results? But there is so much of value that can be accomplished with the kind of democratic mandate that I think will come from being more responsive to the voices of your citizens.
If you’re going to enjoy competitive economies, if you’re going to enjoy affordable energy and secure supply chains, then you need mandates to govern—because you have to make difficult choices to enjoy all of these things. And of course, we know that very well in America. You cannot win a democratic mandate by censoring your opponents or putting them in jail. Whether that’s the leader of the opposition, a humble Christian praying in her own home, or a journalist trying to report the news. Nor can you win one by disregarding your basic electorate on questions like who gets to be a part of our shared society.
Of all the pressing challenges that the nations represented here face, I believe there is nothing more urgent than mass migration. Today, almost one in five people living in this country moved here from abroad. That is, of course, an all-time high. It’s a similar number, by the way, in the United States—also an all-time high. The number of immigrants who entered the EU from non-EU countries doubled between 2021 and 2022 alone. And, of course, it’s gotten much higher since. And we know—the situation didn’t materialize in a vacuum.
It’s the result of a series of conscious decisions made by politicians all over the continent, and others across the world, over the span of a decade. We saw the horrors wrought by these decisions yesterday, in this very city.
And, of course, I can’t bring it up again without thinking about the terrible victims—who had a beautiful winter day in Munich ruined.
Our thoughts and prayers are with them, and will remain with them. But why did this happen in the first place? It’s a terrible story, but it’s one we’ve heard way too many times in Europe, and unfortunately, too many times in the United States as well. An asylum seeker, often a young man in his mid-20s, already known to police, rams a car into a crowd and shatters a community.
How many times must we suffer these appalling setbacks before we change course and take our shared civilization in a new direction?
No voter on this continent went to the ballot box to open the floodgates to millions of unvetted immigrants.
But you know what they did vote for? In England, they voted for Brexit. And, agree or disagree, they voted for it. And more and more, all over Europe, they’re voting for political leaders who promise to put an end to out-of-control migration. Now, I happen to agree with a lot of these concerns, but you don’t have to agree with me. I just think that people care about their homes. They care about their dreams. They care about their safety and their capacity to provide for themselves and their children. And they’re smart. I think this is one of the most important things I’ve learned in my brief time in politics.
Contrary to what you might hear a couple mountains over in Davos, the citizens of all of our nations don’t generally think of themselves as educated animals or as interchangeable cogs of a global economy.
And it’s hardly surprising that they don’t want to be shuffled about or relentlessly ignored by their leaders. And it is the business of democracy to adjudicate these big questions at the ballot box.
I believe that dismissing people, dismissing their concerns, or, worse yet, shutting down media, shutting down elections, or shutting people out of the political process, protects nothing.
In fact, it is the most surefire way to destroy democracy.
And speaking up and expressing opinions isn’t election interference, even when people express views outside your own country, and even when those people are very influential.
And trust me, I say this with all humor—if American democracy can survive 10 years of Greta Thunberg’s scolding, you guys can survive a few months of Elon Musk.
But what German democracy—what no democracy, American, German, or European—will survive is telling millions of voters that their thoughts and concerns, their aspirations, their pleas for relief are invalid or unworthy of even being considered.
Democracy rests on the sacred principle that the voice of the people matters. There’s no room for firewalls. You either uphold the principle, or you don’t. Europeans—the people—have a voice. European leaders have a choice. And my strong belief is that we do not need to be afraid of the future.
You can embrace what your people tell you, even when it’s surprising, even when you don’t agree. And if you do so, you can face the future with certainty and with confidence, knowing that the nation stands behind each of you.
And that, to me, is the great magic of democracy. It’s not in these stone buildings or beautiful hotels. It’s not even in the great institutions that we have built together as a shared society. To believe in democracy is to understand that each of our citizens has wisdom and has a voice.
And if we refuse to listen to that voice, even our most successful fights will secure very little. As Pope John Paul II, in my view, one of the most extraordinary champions of democracy on this continent or any other, once said:
“Do not be afraid.”
We shouldn’t be afraid of our people, even when they express views that disagree with their leadership.