Varla hefur sólarhringur liðið frá því að Donald Trump lýsti yfir kosningasigri, þegar Rússagrýlan gægist aftur fram og þekktar lygaásakanir á hendur Trump sjást á ný. Að sögn Tass mun Pútín ekki óska Trump opinberlega til hamingju með sigurinn, þar sem Bandaríkin séu óvinveitt ríki og sé innblandað í Úkraínustríðið gegn Rússlandi. Hins vegar hefur fréttastofa BRICS birt frétt á X (sjá að neðan) þar sem segir að Pútín hafi staðfest, að hann sé reiðubúinn að innleiða friðarumræður við réttkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Rússar tjá sig
Þrátt fyrir allt umtal, þá hefur Pútín verið tiltölulega rólegur vegna úrslita kosninganna í Bandaríkjunum. Einu upplýsingarnar sem hafa komið eru þær, að hann hafi engin áform um að óska Trump til hamingju með kosningarnar, að því er rússneski ríkisfjölmiðillinn Tass greinir frá.
Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda (á mynd/Wikipedia CC4.0) útskýrir þetta með tveimur ástæðum:
„Það má minnast þess að við erum að tala um kosningar sem í landi sem er okkur óvinveitt og í landi sem á þátt í átökunum í Úkraínu.“
BRICS fréttastöðin segir hins vegar á X (sjá að neðan), að Pútín staðfestir að hann sé tilbúinn til að hefja samningaviðræður um Úkraínu við Trump.
Önnur færsla frá blaðamannafundi með Pútín (sjá að neðan) sýnir einnig að Pútín hefur lýst því yfir að hann taki hugmyndum Trumps um að binda endi á Úkraínustríðið alvarlega og vilji ræða þær við hann.