Pútín: Oreshnik eldflaugin jafngildir kjarnorkuvopnum

Hin nýja Oreshnik eldflaug Rússlands jafngildir krafti kjarnorkuvopna, segir Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Sérstaklega ef nokkrar eru notaðir samtímis.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti á blaðamannafundi á fimmtudag, að hin hraðfleyga Oreshnik eldflaug sem Rússar hafa þróað jafngildi kjarnorkuvopnum. Rússar skutu slíkri eldflaug á Úkraínu eftir að Úkraína hóf að nota vestrænar langdrægar eldflaugar gegn Rússlandi.

Að sögn Pútíns er ekki um kjarnorkuvopn að ræða en sprengjukrafturinn á að vera svipaður. Pútín sagði:

„Öllum er ljóst að tilkoma vopna eins og Oreshnik-kerfisins styrkir hernaðarstöðu Rússlands, vegna þess að þetta eru augljóslega ekki kjarnorkuvopn. En áhrif þeirra og kraftur samsvarar kjarnorkuvopnum eins og ég hef áður nefnt. Sérstaklega á það við ef fleiri eldflaugar eru notaðar til árása samtímis.“

Eldflaugin nær tíföldum hljóðhraða og er nákvæmisvopn. Pútín hélt áfram:

„Ef við notum nokkrar slíkar eldflaugar samtímis í einni árás – segjum tvær, þrjár eða fjórar – þá verður það í raun sambærilegt við notkun kjarnorkuvopna jafnvel þótt ekki sé um kjarnorkuvopn að ræða.“

Að sögn Pútíns er „sprengikrafturinn gríðarlegur“ og allt í miðju árásarinnar „verður að ösku“. Sprengjukrafturinn ristir djúpt og getur eyðilagt margar hæðir grafinna mannvirkja í jörðu.

Fara efst á síðu