Pútín: Á Vesturlöndum verða óþægilegar staðreyndir að „áróðri Kreml“

Vesturlönd leita ekki að sannleikanum heldur fela sig í staðinn fyrir „óþægilegum staðreyndum.“ Þeir sem setja fram aðra skoðun en „hina einu sönnui opinberu frásögn“ verða sjálfkrafa „áróðursmenn Kreml.“ Þetta fullyrðir Vladimír Pútín forseti Rússlands.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, talar um vestræna fjölmiðla í viðtali við mongólska dagblaðið Onodor.

Hann heldur því meðal annars fram, að vestræn ríki séu kerfisbundið á móti rússneskum blaðamönnum og hafi bannað og beinlínis ritskoði rússneska fjölmiðla, sem að hans sögn stríðir gegn lýðræðislegum grundvallarreglum um tjáningarfrelsi og frjálst flæði upplýsinga. Pútín segir:

„Þannig að Vesturlönd, sem segjast vera fyrirmynd frelsis, hafa valið að fela sig fyrir óþægilegum staðreyndum og sannleikanum með því að hefja augljósa eineltisherferð gegn rússneskum blaðamönnum og óspart stimpla þá sem áróðursmenn Kreml.“

Vesturlandabúar eru líka farnir að venjast því, að Rússagrýlunni er óspart beitt, þegar glóbalistarnir þurfa að dreifa athyglinni frá sannleikanum eins og dæmin um fartölvu Hunter Bidens frá „helvíti“ sannar, þegar rjómi CIA-agenta lýsti því yfir að settur hefði verið áróður frá Rússlandi á tölvuna sem núna er sannað að var eintóm lygi. Sama aðferð notuð af svo kölluðum jafnaðarmönnum í Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi og fleiri löndum til að ljúga upp á þá sem segja sannleikann.

Fara efst á síðu