David Betz er prófessor í hernaði í heimi nútímans við hernaðarfræðideild King’s College í London, þar sem hann stýrir meistaranámi í hernaðarfræðum. Hann er einnig yfirmaður Rannsóknarstofnun utanríkismála Foreign Policy Research Institute. Betz telur að borgarastyrjöld muni líklega verða efst á baugi í hernaðar- og stefnumálum Vesturlanda á komandi árum.
Ástæður þessarar þróunar eru þær að stærsta ógn við öryggi og velmegun Vesturlanda í dag stafar af eigin félagslegum óstöðugleika, skipulagslegri og efnahagslegri hnignun, menningarlegri úrkynjun og gremjufullri afstöðu elítunnar.
Betz bendir á að sumir fræðimenn hafa byrjað að hringja viðvörunarbjöllum og vísar til minnkandi innlends stöðugleika í Bandaríkjunum og ræðu þáverandi forseta Joe Biden í september 2022 um að „MAGA Repúblikanar séu fulltrúar öfgahyggju sem ógni sjálfum grundvelli lýðveldis okkar.“
Efnahagslegur vandi ofan á óstöðuga félagslega blöndu boðar ekkert gott
Betz segir að ofan á óstöðuga félagslega blöndu komi efnahagsvandamál sem aðeins verði lýst sem þungu áhyggjuefni. Talið er að Vesturlönd séu þegar komin í nýja efnahagslægð, síðbúna endurkomu fjármálakreppunnar frá 2008 í slagtogi með afleiðingum afiðnvæðingar vestrænna ríkja.
Fyrir aðeins einni kynslóð síðan var enn hægt að lýsa vestrænum ríkjum að mestu leyti sem samheldnum þjóðum sem hver um sig hafði meira og minna sameiginlega sjálfsmynd og menningararfleifð. Núna eru þjóðir samhengislausar stjórnmálaeiningar, púsluspil af ættbálkum sem búa að mestu leyti í nánast aðskildum „samfélögum“ og keppa á opinskáan hátt og með vaxandi ofbeldi um þverrandi auðlindir .
Að auki þjást efnahagskerfi þeirra af sjúkdómi sem að mati margra virtra fræðimanna mun leiða til kerfishruns.
Betz veltir möguleikanum fyrir sér að hægt verði að takmarka borgarastyrjaldir á Vesturlöndum á svipaðan hátt og í Mið-Ameríku á áttunda og níunda áratugnum. Í öllum tilvikum mun „eðlilegt“ líf vera áfram mögulegt fyrir þann hluta þjóðarinnar sem er nógu ríkur til að einangra sig frá hinu stærra umhverfi þar sem pólitísk morð, dauðasveitir og hefndaraðgerðir á milli ólíkra hópa er ráðandi auk blómlegs ránsiðnaðar glæpahópa sem einkennir það samfélag sem er að rifna í sundur.
Um það bil 75% borgarastyrjalda eftir kalda stríðið hafa verið háð af þjóðernishópum. Það má við því búast að borgarastyrjöld á Vesturlöndum verði með svipuðu móti.
Óhjákvæmileg átök
Sjálfsmyndarstjórnmál má skilgreina sem stjórnmál þar sem fólk með ákveðna kynþátta-, trúar-, þjóðernis-, félagslega eða menningarlega sjálfsmynd hefur tilhneigingu til að efla eigin hagsmuni án tillits til hagsmuna eða vandamála stærri samfélagshópa. Þetta mun óhjákvæmilega leiða til innbyrðis átaka á Vesturlöndum að mati Betz.
Í nýlegu viðtali ræðir David Betz um kenningar sínar sjá Youtube hér að neðan: