Prófessor: Þú ert bjáni, ef þú heldur að Rússar ráðist á Nató-ríki til að stigmagna stríðið

Myndin sýnir rússneskan gerberadróna sem sagður er hafa verið skotinn niður yfir pólska lofthelgi. (Mynd Telegram).

Eftir að rússneskir drónar fóru inn í pólska lofthelgi hafa stríðsæsingamenn ESB og Nató í Evrópu fengið stóra skjálftann. Núna krefst Pólland þess að stríðsbandalagið NATO grípi til aðgerða og virkjar grein 4. um fund allra Nató-ríkja.

Donald Tusk sagði í ræðu á þinginu á miðvikudagsmorgun að fjöldi rússneskra dróna hefði brotið gegn pólskri lofthelgi samtals í 19 skipti í nótt. Samkvæmt Tusk hafa þrír, hugsanlega fjórir, drónar verið skotnir niður. Hann hélt því fram að nokkrir drónanna hafi verið „bein ógnun“ við Pólland. Margir leiðtogar í Evrópu hafa lýst atvikinu í morgun sem vísvitandi ögrun Rússa. Íslensk stjórnvöld éta allt slíkt eftir samanber skyndifund utanríkisnefndar í kvöld. Samkvæmt Tusk markar atvikið í gærkvöldi nýtt stig í árásargirni Rússa á austurhlið Nató.

    Finnski prófessorinn Tuomas Malinen við Háskólann í Helsinki, skrifar á X:

    „Þú ert bjáni, ef þú heldur að Rússar ráðist á Nató-ríki til að stigmagna stríðið. Það skiptir ekki máli hvort þú trúir sögunni um að „Rússland er að vinna“ eða „Rússland er að tapa.“.Að hefja bein átök við Nató er engin rökrétt staða í hvorugu tilvikinu.“

    Slys eða stigmögnun?

    Talið að fáeinir rússneskir drónar hafi brotið gegn pólskri lofthelgi í loftárás á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í gærkvöldi. Alþjóðaflugvellinum í Varsjá var lokað og pólskar flugherþotur voru kallaðar út til að takast á við ógnina, auk þess sem nokkrar Nató-flugvélar voru sendar á vettvang.

    Það kom fljótlega í ljós að hér var EKKI um árás að ræða, þar sem allir drónarnir sem pólskir fjölmiðlar hafa sýnt hingað til voru vopnlausir Gerbera-lokkudrónar, ekki þungvopnaðir Geranium sem eru að valda usla í varnarmálum Úkraínu.

    Stríðsæsingamenn eins og Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hinn misheppnaði Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, notuðu tækifærið til slá á stríðstrommurnar magna upp stríðsæsinginn.

    Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, sem neitaði að tjá sig um málið í gær, birti færslu á Truth Social í dag:

    „Hvað er að Rússlandi að rjúfa lofthelgi Póllands með drónum? Þá byrjar ballið!“

    Á rússnesku Telegram-rásunum eru skýringar á atvikinu meðal annars fölsun á GPS-merki sem getur látið hluti birtast á ratsjá þar sem ekkert er; falskur fáni, þar sem Úkraína hefur mjög lítið af varnareldflaugum; rafræn hernaður sem sendir dróna af leið; skilaboð send; falskir drónar.

    Ef þetta hefði verið hugsað sem árás, þá væri fjöldi dróna langtum meiri og hernaðarmarkmið eyðilögð eins og við sjáum gerast í Úkraínu.

    Kort Flightradar sem sýnir dróna í pólskri landhelgi.

    Pólland tilkynnti án tafar skyndiútkall varaliðs landvarnarliðsins og búist er við að varaliðsmenn mæti og sinni verkefnum innan 6-12 klukkustunda.

    Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, tjáði sig einnig á X og sagði að vopn hefðu verið notuð gegn „hlutunum“ og að hann væri í stöðugu sambandi við varnarmálaráðherrann og forsetann.

    Varnarmálaráðuneyti Hvíta-Rússlands sagði að drónar hefðu farið af leið vegna rafræns hernaðar (sjá myndskeið að neðan):

    „Á meðan á árásum Rússlands og Úkraínu stóð yfir með ómönnuðum loftförum að nóttu til fylgdust vakthafandi sveitir og loftvarnatæki Lýðveldisins Hvíta-Rússlands stöðugt með drónum sem höfðu misst stefnu sína vegna rafrænna hernaðaraðgerða aðila.“

    Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði að engin eyðileggingarmarkmið væru fyrirhuguð á pólsku landsvæði. Sputnik greindi frá:

    „Hámarksdrægni rússnesku ómönnuðu loftfaranna sem notuð voru í árásinni og fóru yfir landamæri Póllands er ekki meiri en 700 km. […] Rússneska varnarmálaráðuneytið er tilbúið að eiga samráð við pólska varnarmálaráðuneytið um málefni meintra dróna sem fóru yfir landamæri Póllands.“

    Samkvæmt Moskvu beindust umfangsmiklu árásirnar að fyrirtækjum í úkraínskum varnariðnaði í Ivano-Frankovsk, Khmelnytsky og Zhytomyr héruðunum sem og í borgunum Vinnytsa og Lvov.

    Og núna hefur sem sagt Pólland virkjað grein 4. um fund með aðildarríkjunum eflaust til að ákveða, hvort skilgreina beri þetta sem árás á Pólland svo hægt sé að virkja grein 5 og hefja þriðju heimsstyrjöldina. Taugaæsingurinn hjá evrópskum leiðtogum er orðinn slíkur að búast má alveg eins við því, að heimsstyrjöldin hefjist vegna eldflaugaskots af mistökum frá Nató-ríki á Rússland en að Rússar séu að hefja árás á Nató-ríki.

    Að fara í stríð hentar uppblásnum snarbrjáluðum valdasjúkum einstaklingum eins og Macron Frakklandsforseta og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands en jörðin brennur undir báðum heima fyrir. Bretland er á barmi innbyrðis stríðs vegna fasisma Starmers gagnvart stjórnarandstæðingum og Frakkland er einnig á barmi innbyrðis stríðs vegna óstjórnar Macron. Í dag voru mótmæli um allt Frakkland og Rússagrýlan notuð til að fela fréttir af því.

    Fara efst á síðu