Eftir að hafa borið sigur úr býtum í bresku kosningunum hefur Keir Starmer forsætisráðherra farið í sjálfsmorðsferð með vinsældir sínar sem eru að hrynja að sögn The Independent og The Telegraph.
Stuðningur við Keir Starmer, sem verið hefur forsætisráðherra Bretlands frá 5. júlí, er að hrynja. Samkvæmt The Independent hafa vinsældir hans „fallið meira“ eftir að hafa sigrað í kosningum en nokkurs annars bresks forsætisráðherra í nútímasögunni.
Vinsældir Keir Starmers hafa hrunið 49 stig, frá + 11 niður í mínus 38. Þetta er til og með enn brattara fall en hjá Rishi Sunak, fyrrverandi forsætisráðherra Íhaldsflokksins sem féll 31 stig á vinsældalistanum. The Telegraph greinir frá:
„Vinsældir Sir Keirs voru sem mestar plús 11 í júlí eftir að Verkamannaflokkurinn vann kosningarnar með yfirgnæfandi 174 sæta meirihluta sem er stærsti flokkssigurinn í 25 ár samkvæmt könnun frá More in Common. En í þessum mánuði, áður en Rachel Reeves lagði fram fjárhagsáætlun á miðvikudaginn, þá höfðu vinsældir Starmers hrunið í –38 sem er nettó lækkun um 49 stig.”
Þetta er miklu verra útkoma en en Tony Blair, David Cameron, Boris Johnson eða Rishi Sunak hafa fengið. Luke Tryl, framkvæmdastjóri könnunarfyrirtækisins „More in Common” sagði að fallið á fylgi Sir Keirs væri „fordæmalaust“ miðað við aðra forsætisráðherra í nútíma sögu.
Tveir þriðju – 66% – segja að ástandið í Bretlandi sé að versna en aðeins níu prósent segja að ástandið sé að batna. 21% telja að hlutirnir séu „svipaðir og áður.“ Það eru einkum mál eins og að hleypa harðsvíruðum glæpamönnum úr fangelsi með því að stytta raunverulegan refsitíma, hörð atlaga að málfrelsi og stjórnarandstæðingum sem mótmæla innflytjendastefnu ríkisstjórnarinna og afnám hitastyrks fyrir aldraða sem eru að baki vinsældahruns Starmers.