Pólitískt íslam er ógn við lýðræðið

Hollenski félagsfræðingurinn Ruud Koopmans hefur skrifað bókina Fall hálfmánans sem dregur saman þriggja áratuga rannsóknir á íslam, fólksflutningum og aðlögun. Að sögn Koopmans liggur skýringin á skorti aðlögunar í Evrópu fyrst og fremst í menningu og trúarbrögðum – ekki í efnahagsmálum. Afleiðingarnar eru þær að grafið er undan lýðræðislegum viðmiðum. Hann lýsir einnig aðgerðum sem hann telur að geti snúið þróuninni við.

Koopmans, prófessor í félagsfræði við Humboldt-háskólann í Berlín og ráðgjafi þýsku útlendingastofnunarinnar BAMF, lýsir í nýrri bók sinni „Fall hálfmánans“ hvernig aðskilnaður meðal innflytjendamúslima á Vesturlöndum varir kynslóð fram af kynslóð. Að hans sögn tala samanburðarrannsóknir sínu skýra máli: Múslimar í Evrópu eiga erfiðara með að komast á vinnumarkaðinn, eru í litlum mæli í háskólanámi og sýna verri námsárangur en aðrir innflytjendahópar. Koopmans segir í viðtali við dagblaðið Fokus:

„Þetta er ekki hægt að skýra eingöngu með félagshagfræðilegum þáttum. Ég áttaði mig á því að það voru ekki félagslegir eða efnahagslegir þættir sem gerðu múslimum erfitt fyrir að aðlagast.“

Koopmans bendir í staðinn á mismun á gildum milli Norður-Evrópu og margra upprunalanda í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Í löndum þar sem fjölskyldan, hlutverk kynjanna og trúarbrögð ráða ríkjum, þar skapast mynstur sem gera blönduð hjónabönd, samstarf granna og dagleg samskipti erfið sem eru lyklar til aðlögunar.

Áfall nýlendutímans og uppgangur bókstafstrúarinnar

Koopmans hafnar túlkunum sem gera „íslam í sjálfu sér“ að alhliða skýringu og bendir á hið sögulega áfall, þegar pólitísk og trúarleg yfirráð glötuðust eftir fall Ottómanveldisins. Það hafi stuðlað að nútíma bókstafstrú sem jókst í styrk eftir 1979, þegar mörg samfélög tóku upp þá stefnu.

Spurningin um ógnina við lýðræðisríki í Evrópu gengur sem rauður þráður gegnum bókina. „Múslimar ógna þegar sænska lýðræðinu“ fullyrðir Koopmans. Hann er ekki að vísa fyrst og fremst til fjölda dauðsfalla, sem eru í sjálfu sér fjölmörg, heldur til hamlandi áhrifa hryðjuverka á tjáningarfrelsið. Hann nefnir morðið á Theo van Gogh og árásina á Charlie Hebdo sem dæmi sem hafa hrætt gagnrýnendur til þagnar. Koopmans bendir einnig á að múslímir verða sjálfir fyrir banvænu ofbeldi, – hundruð þúsunda verða fórnarlömb í átökum þegar heilagastríðsmenn fremja hryðjuverk gegn eigin íbúum.

Velferðarríkið, fjölmenningarhyggjan og stjórnmálin

Rannsóknir Koopmans benda til þess að sterk velferðarríki eigi erfiðara með að aðlaga hópa með mjög frábrugðnum lífsgildum. Þegar bótakerfið gerir líf innflytjenda mögulegt við hliðina á tungumáli meirihlutans og viðmiðum samfélagsins, þá hægist á allri aðlögun. Niðurstaða Koopmans er að „fjölmenningarhyggjan samrýmist ekki sterku velferðarríki.“ Hann telur að Danmörk og að undanförnu einnig Svíþjóð – hafi komist að þessari niðurstöðu sem endurspeglist í breyttri stjórnmálastefnu landanna.

Á sama tíma leggur hann áherslu á að lýðræðislegar aðferðir við að gagnrýna innflytjendur minnki hættuna á pólitísku ofbeldi. Þegar almenningsálitið kemur gegnum stjórnmálaflokkana frekar en fela sig neðanjarðar, þá minnkar ofbeldi öfgahægrisinna eins og öfgavinstrimanna, þegar þeir fengu fulltrúa á þingi.

Það verða að vera skýrar leikreglur

Koopmans telur að farsæl aðlögun byrji með skýrum leikreglum: jafnréttismenningu (til dæmis að takast í hendur burtséð frá kyni), jafnrétti gagnvart lögum, fullt tjáningarfrelsi jafnvel þótt trúarlegar tilfinningar verði særðar. Hann mælir einnig með ríkistengdri, tungumála- og gildismiðaðri þjálfun æðstupresta til að draga úr áhrifum afskipta erlendrar fjármögnunar og innflutningi trúarbragða.

„Það væri líka gott að banna búrku og niqab og krefjast þess að allir sýni andlit sitt opinberlega.“ Aðgerðirnar kunna að vera taldar umdeildar, viðurkennir Koopmans, en að hans mati eru þær nauðsynlegar til að verja opin samfélög.

Innflutningur hælisleitenda: frá þjóðarbyrði til evrópskrar reglu

Í nýju bókinni færir Koopmans rök fyrir samstarfi ESB-ríkjanna til að draga úr innflutningi og til að dreifa ábyrgðinni á sanngjarnari hátt milli aðildarríkjanna. Strangar öryggiseftirlitsaðgerðir þarf til að vernda viðtökulöndin gegn innrás bókstafstrúar og skipulagðrar glæpastarfsemi. Samtímis verða stjórnmálin að verðlauna fljótari tungumálakunnáttu, vinnusemi og löghlýðni.

Lítil sem engin samstaða er um þann yfirþjóðlega flóttamannasamning sem núna er í gildi og gengur út á það að annað hvort að taka við ákveðnum fjölda flóttamanna sem Brussel ákveður eða að greiða himinháa sekt fyrir hvern einstakling sem ekki er tekið á móti.

Koopmans segir að aðlögun virki, þegar móttökulandið hafi skýrar reglur um notkun tungumálsins, jafnrétti kynjanna, frelsi einstaklingsins og fullt tjáningarfrelsi þar sem gagnrýni sé leyfð.

Fara efst á síðu