Phil Donahue 1935-2024 var rekinn vegna Íraksstríðsins

Phil Donahue einn merkasti sjónvarpsmaður Bandarílkjanna er látinn 88 ára að aldri. Donahue var rekinn af MSNBC árið 2003 vegna andstöðu sinnar við Írakstríðið. Síðar kom í ljós í MSNBC minnisblaði að erfitt yrði fyrir sjónvarpstöðina að vera með Donahue sem helsta andlit á stríðstímum; Time of War. Donahue yrði „…erfitt sjónvarpandlit þegar keppinautar veifa striðsfána við hvert tækifæri.“ Donahue var vinsælasti sjónvarpsmaður Bandaríkjanna, frumkvöðull. Donahue sagði síðar að MSNBC hefði verið terrified; „…hrætt við raddir gegn stríðinu.“ MSNBC var í eigu General Electric.

Fortíðin strokuð út af meginmiðlum

Donahue var rekinn af sjónvarpi því hann gerði rétt; efaðist um hina skelfilegu innrás Bandaríkjanna í Írak. Nú við andlát Donahue er andstaða hans strokuð út af megin-miðlum. Um fjögur þúsund amerískir hermenn féllu í Írakstríðinu 2003 um 40 þúsund örkumlast, 432 þúsund óbreyttir borgarar fallnir. Tæp milljón manns hafa fallið í styrjöldum eftir  11. September; 9/11. 4.5 milljónir hafa fallið með beinum og óbeinum hætti. Nú í Úkraínustríðinu þar sem líklega um milljón manns hafa fallið eru þekktustu andlitin sem fórnað hafa stríðsframa þeir Tucker Carlson og Lou heitinn Dobbs. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson studdu Írak-stríðið. Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur Joð og Össur Skarphéðinsson hefðu getað stöðvað Lýbíu-stríð Nato.

Fyrst í loftið 1967

Phil Dona­hue Show fór fyrst í loftið árið 1967 og var það fyrsti spjallþátt­ur­inn í banda­rísku sjón­varpi, þar sem áhorf­end­ur voru í saln­um meðan hann var tek­inn upp, og varð það fyr­ir­mynd annarra slíkra spjallþátta. Dona­hue tók oft og tíðum á viðkvæm­um mál­efn­um eins og fóst­ur­eyðing­um, trú­mál­um og kyn­lífi, sem var nýj­ung. Síðar tóku aðrir þekkt­ir spjallþátta­stjórn­end­ur upp sama snið, til dæmis Oprah Win­frey og dr. Phil með sína sálfræðiþætti. Dona­hue hlaut fjölda Emmy verðlauna fyr­ir þætti sína.

Fara efst á síðu