Patriot-eldflaugar á Nato-KEF …

Patriot eldflaugar; missiles eru nú á landinu. Þórólfur Júlían Dagson hefur birt á facebóksíðu sinni eldflaugar á Keflavíkurvegi. Með innrás Úkraínuhers inn í Kúrskhérað í Rússlandi vopnaðan bandarískum vopnum svo og evrópra Nato-þjóða, hefur stríð bræðraþjóðanna í Austurvegi stigmagnast. Ef marka má utanríkisráðuneytið eru eldflaugarnar pólskar; patriot að best er séð. Hér á landi mun vera pólsk hersveit með færanleg – óvirk – eldflaugavarnarkerfi til að verjast óvinum. Eldflaugarnar eru hér á landi augljóslega til þess að verja Nato-herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Það er augljóst að Nato metur svo að Keflavíkurflugvöllur sé skotmark.

Stigmögnun hervæðingar Íslands

Árið 2006 yfirgaf Bandaríkjaher Keflavíkurflugvöll. Eftir að Úkraínustríðið hófst í febrúar 2022 magnaðist hervæðing Íslands. Alþjóðaflugvöllurinn á Miðnesheiði varð ein virkasta Nato-herstöð Natoþjóða. Patriot-eldflaugar eru stigmögnun hervæðingar Íslands. Á síðastliðnu ári flugu þrjú B-2 kjarnorkuvirki lágflug yfir Reykjavík. Helguvík hefur verið gerð að kafbátalægi kjarnorkukafbáta.  

Neyðarkassar í Danmörku & Íslandi

Rauði kross Ísland hvetur fólk að kaupa neyðarkassa að sögn vegna náttúruógna. Stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær danska íbúa að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat danskra stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu! Báðar þessar þjóðar eru í yfirlýstu stríði við Rússland.

Heræfingin Norður-Víkingur

Heræfingin Norður-Víkingur fer fram á Íslandi og hafsvæðinu kringum landið dagana 26. ágúst til 3. september. Utanríkisráðuneytið kveður megintilgang æfingarinnar að æfa varnir „…mikilvægra mannvirkja og varnir sjóleiða umhverfis Ísland.“ RÚV hefur ekki upplýst þjóðina um tilvist eldflauga hér á landi með umræðu og RÚV þagað. Auk Bandaríkjanna eru hér á landi sveitir, flugvélar og skip frá Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Póllandi og Portúgal. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins er við strendur landsins.

Fara efst á síðu