Í dag 20. apríl er afmælisdagur eins stærsta böðuls mannkynssögunnar, Adolf Hitlers. Vegfarendum á Essingehraðbrautinni í Stokkhólmi brá harkalega í brún páskadagsmorgun en búið var að hengja rauða fána og borða með hakakrossinum yfir innkeyrslu ganga á veginum Lögreglunni var gert viðvart og búið er að fjarlægja hakakrossana.
Eitt vitni segir í viðtali við Aftonbladet að sér hafi verið verulega brugðið.
Mats Eriksson hjá lögreglunni segir lögregluna hafa enga hugmynd hver hengdi upp hakakrossana.
Lögreglan er með málið til rannsóknar.
Mats Eriksson segir:
„Líklega er um hatursbrot gegn þjóðfélagshópi að ræða.“
