Svo virðist sem stöðugur stríðsáróður Evrópuþjóða hafi endanlega rofið þolinmæði Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir samstarf Bandaríkjanna og Evrópuþjóða á næstunni. Fréttir bárust af því í gær að Trump íhugi að taka bandaríska hermenn frá Þýskalandi og senda þá til Austur-Evrópu í staðinn.
The Telegraph greinir frá því „að Trump íhugi að draga 35.000 virka starfsmenn frá Þýskalandi í aðgerð sem myndi auka enn frekar á spennu í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu.“
Bandaríkjaforseti hefur ítrekað varað við því að Evrópa verði að leggja meira af mörkum til eigin varnarmála og heimildarmenn nærri ríkisstjórninni sögðu að Trump verði sífellt vonsviknari yfir því, að álfan „kyndi undir stríð.“

Bandaríkin hafa að minnsta kosti 160.000 varnarmálastarfsmenn „erlendis“ og er margir þeirra staðsettir í Þýskalandi. Heimildarmaður Telegraph sagði að „Trump væri reiður yfir því að Evrópa væri að þrýsta á stríð.“
Brian Hughes, talsmaður þjóðaröryggis Bandaríkjanna, sagði:
„Þó að engin sérstök tilkynning sé yfirvofandi, þá er bandaríski herinn alltaf að íhuga endurskipun herliðs um allan heim til að bregðast sem best við núverandi ógnum við hagsmuni okkar.“
Sagt er að Trump sé að íhuga að flytja herlið frá Þýskalandi til Ungverjalands. Trump gagnrýnir Nató-ríki fyrir að ná ekki núverandi tveggja prósenta útgjaldamarkmiði og segir að misskiptingin leggi ósanngjarnar byrðar á Bandaríkin. Trump hefur lagt til að Bandaríkin muni ekki verja bandamenn Nató sem uppfylla ekki kröfur varnarbandalagsins um lágmarksútgjöld til varnarmála.