Páll Vilhjálmsson opnar hlaðvarp með áskrift

Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og kennari, hefur hafið framleiðslu á eigin hlaðvarpi sem fólki gefst kostur á að fá í áskrift. Fyrsti þátturinn heitir Þegar skipstjórinn hringdi og sá næsti er Mótsögn lygarans, einlægni og sannindi sem verður birtur 22. október.

Páll skrifar á hlaðvarpssíðunni:

„ Hlaðvarpið er djúpmiðill bloggsins, segir það sem ekki er skrifað. Tilfallandi hlaðvarp fæst í áskrift.“

Í fyrsta þættinum ræðir Páll aðdraganda og byrjun byrlunarmálsins svo kallaða sem er eitt magnaðasta sakamál síðari tíma. Skipstjóra Samherja var byrlað eitur svo hægt væri að stela síma frá honum og láta RÚV fá aðgang að upplýsingum í því skyni að styrkja ofsóknir RÚV gagnvart útgerðafyrirtækinu Samherja.

Þjóðólfur óskar Páli til hamingju með nýju afurðina sem bætist við blogg á mbl.is og við skrif á ensku á substack.com

Fara efst á síðu