Páfagarður á barmi gjaldþrots

Vatíkanið, andlegt og stjórnarfarslegt hjarta kaþólsku kirkjunnar, stendur frammi fyrir fordæmalausri fjármálakreppu. Fregnir herma að Páfagarður sé á barmi gjaldþrots.

Sambland minni tekna, vonsvikinna styrktaraðila og vanstjórn Frans páfa hefur sett stofnunina í mikla fjárhagsörðugleika og getur Vatíkanið varla staðið við lífeyrisskuldbindingar sínar, að sögn Daily Express.

Margir kaþólikkar hættir að styrkja Páfagarð vegna veraldlegrar stefnu páfa

Árið 2023 var Vatíkanið rekið með halla upp á 87 milljónir dollara sem var aukning um 5,3 milljónir dollar frá 2022. Mestu ræður gríðarlegur samdráttur í framlögum kaþólikka og almennings. Margir kaþólikkar lýsa yfir óánægju með umbætur Frans páfa og hafa minnkað eða hætt fjárframlögum til Vatíkansins.

Umdeild afstaða páfans til málefna eins og loftslagsbreytinga, innflytjenda, dagskrá transfólks og endurskilgreiningu á fjölskyldugildum hefur tekið Vatikanið úr hjörtum marga heittrúaðra kaþólikka. Framlögum frá kirkjum og einstaklingum hefur fækkað og margir heittrúaðir lýsa yfir gremju með stefnu Vatíkansins.

Skuldir yfir 631 milljónir evra

Ferðamennskan hefur verið mikilvæg tekjulind en hún hefur ekki náð sér á strik eftir heimsfaraldurinn. Lífeyrissjóðir Vatíkansins eru komnir í hættu. Eins og er eru skuldirnar 631 milljónir evra sem stofnar afkomu presta og starfsfólks á eftirlaunum í hættu.

Frans páfi viðurkenndi sjálfur hina alvarlegu stöðu og sagði:

„Litið til lengri tíma mun núverandi kerfi ekki geta tryggt lífeyrisskuldbindingar til komandi kynslóða. Við stöndum frammi fyrir alvarlegum og flóknum vandamálum sem eiga á hættu að versna ef ekki er brugðist við í tíma.“

Að sögn Daily Express bindur Vatíkanið vonir við fagnaðarárið mikla 2025, sem haldið verður hátíðlegt í tilefni 1.700 ára afmælis Níkeuráðsins. Talið er að hátíðahöldin laði yfir 35 milljónir pílagríma sem gætu reynst Vatíkaninu fjárhagslegur bjargvættur.

Fara efst á síðu