Allt eftir að vinstristjórn Keirs Starmer forsætisráðherra tók við völdum í Bretlandi í sumar hefur fylgi hennar minnkað hratt. Svo hratt að engin dæmi eru um slíka sveiflu áður í breskum stjórnmálum. Nýja árið byrjar með hörmulegum tölum skoðanakannana fyrir Verkamannaflokkinn. Einungis 12% Breta segja að ríkisstjórnin vinni góð verk.
Keir Starmer hefur tekist að verða hataður af almenningi á stuttum tíma. Yfirvöld réðust á almenning fyrir að mótmæla hömlulausum fólksinnflutningi í sumar og handtók fólk fyrir hatursorðræðu og fyrir að vera „rasistar“ vegna gagnrýni á stefnu yfirvalda í innflytjendamálum. Yfirvöld leystu dæmda nauðgara og barnaníðinga úr haldi til að geta stungið stjórnmálaandstæðingum í steininn. Yfirvöld hafa líka valið að snúa blinda auganu að ýmsum ofbeldisfullum óeirðum sem innflytjendur hafa valdið. Í haust fór af stað undirskriftasöfnun sem safnaði yfir 3 milljónum nafna á mettíma, þar sem þess var krafist að boðað yrði til nýrra kosninga.
Misheppnaður, vanhæfur og óhæfur
Express greinir frá nýlegri könnun Yougov sem sýnir hríðminnkandi traust almennings á Starmer. Könnunin sýnir að kjósendur líta á Verkamannaflokkinn sem „vanhæfan,“ „óheiðarlegan“ og „misheppnaðan.“
Aðeins 21% telja að Verkamannaflokkurinn sé áreiðanlegur þegar kemur að efnahagsmálum, 29% höfðu búist við meiru frá flokknum og aðeins 12% telja að ríkisstjórninni hafi vegnað vel. Stjórnmálaskýrandinn Lord Hayward segir við Times Radio:
„Það eru engin fordæmi um að nokkur ríkisstjórn hafi tapað fylgi svo hratt og harkalega.“
Elon Musk skrifar í færslu á X að boða eigi til nýrra kosninga í Bretlandi. Í mótmælunum í ágúst lýsti Musk yfir stuðningi við reiði almennings og tók skýra afstöðu gegn Starmer og ríkisstjórninni.
A new election should be called in Britain https://t.co/qavxToRa7j
— Elon Musk (@elonmusk) January 2, 2025