Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, lofaði nýlega stórkostlegri áætlun um hvernig eigi að vinna stríðið. Á miðvikudaginn voru hlutar áætlunarinnar kynntir en „stórsigurinn“ vekur litla hrifningu.
Hvernig Úkraína ætlar að sigra Rússlands í stríðinu er umdeilt. Nokkrir vestrænir stjórnmálamenn eins og til dæmis Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, trúa því að yfirburðasigur Úkraínu sé eina niðurstaða stríðsins sem hægt sé að sætta sig við. Samtímis hefur stríðið sem Úkraínumenn voru sagðir myndu vinna á örfáum mánuðum dregist á langinn í tvö og hálft ár og ekkert gegnur hjá Úkraínumönnum að reka Rússa á brott.
Farið er að bera á þreytu á stöðugum betliferðum Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta og kröfum hans um stóra og dýra hjálparpakka. Ýmsir leggja til að vopnahlé verði tafarlaust komið á og friðarumleitanir hafnar.
„Siguráætlun Úkraínu“
Zelensky hefur því lofað skjólstæðingum sínum í Pentagon og Brussel „siguráætlun“ í von um að hressa upp á áframhaldandi peninga- og vopnaaustur til Úkraínu. Vonirnar um „eitthvað“ til að snúa stríðinu við án þess að Nató lendi í beinni styrjöld við Rússland eru á hverfanda hveli meðal þeirra ríkja sem hafa stutt Úkraínu.
Á miðvikudaginn var kominn tími fyrir hina miklu „siguráætlun“ Úkraínu. Að sögn Kyiv Independent samanstendur áætlunin af fimm atriðum, auk þriggja til viðbótar sem eru leyndarmál. Zelensky sagði í ávarpi til þingsins:
„Ef við fáum stuðning við áætlunina, þá getum við bundið enda á stríðið í síðasta lagi á næsta ári. Siguráætlun Úkraínu er áætlun til að styrkja ríkið og stöðu okkar. Að gera okkur nógu sterk til að binda enda á stríðið. Til að tryggja að Úkraína haldi öllum kröftum sínum. Þessi áætlun er framkvæmanleg og veltur á samstarfsaðilum okkar. Ég legg áherslu á: á samstarfsaðilum okkar. Það veltur örugglega ekki á Rússlandi.“
Óskalisti Zelenský
Fimm atriði „siguráætlunarinnar“ fjalla ekkert um það sem Úkraína ætlar að gera heldur einungis um, hvað Zelenský vill að Vesturlönd geri fyrir sig. Þetta er því sannkölluð siguráætlun fyrir meiri peningum og vopnum frá Vesturlöndum:
- Aðild að Nató
- „Varnarþáttur“ (snýst líklega um að Úkraína fái erlenda aðstoð til að útbúa varnir sínar)
- Rússa „fældir“ frá árásum
- Hagvöxtur og samvinna
- Öryggisábyrgð eftir stríðslok
Ekki hafa húrrahrópin heyrst vegna þessarar stórkostlegu „siguráætlun“ Zelenský. Eina athugasemdin við grein Kyiv Independent var skrifuð af Sam Chuck sem segir áætlunina vera „óskalista, sem er algjörlega háður velvilja Vesturlanda.“
Ólíkleg lausn
Að Úkraínu verði boðin aðild að Nató á meðan á stríðinu stendur er ekki einu sinni samkvæmt reglum hernaðarbandalagsins. Land sem á í styrjöld getur ekki orðið aðili að bandalaginu. Að auki hefur Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, lýst því staðfast yfir að Slóvakía muni ekki samþykkja Úkraínu sem meðlim. Á meðan sú regla gildir að öll aðildarríki verða að veita samþykki sitt, þá þýðir það að Úkraína verður ekki aðildarríki Nató á meðan.
Það er því ólíklegt að Zelensky fái það sem hann biður. Þvert á móti virðist hin mikla „siguráætlun“ uppskera meiri áhuga annarra leiðtoga til að ræða um frið. Á meðan Zelensky segir að friður sé ekki undir Rússum kominn, þá sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, í ræðu í þýska sambandsþinginu, að hann opnaði á möguleika að ræða frið við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, að sögn sænsku Frelsisfréttinni.