Orbán: Verið er að ræna Úkraínu

Stríðið í Úkraínu snýst ekki um að bjarga Úkraínu og vernda úkraínsku þjóðina. Það snýst um að ræna landið. Það er „dæmigert heimsvaldastríð“ fullyrðir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands (sjá X að neðan).

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hafnar alfarið hinni opinberu frásögn af stríðinu í Úkraínu.

Það snýst ekki um að verja Úkraínu, heldur um landþjófnað heimsvaldastefnunnar.

Úkraínska þjóðin er „rænd“ á meðan þeir sem ýta undir stríðið dylja markmið sín um að fara ránshendi undir því yfirskini að vernda Úkraínu.

Vesturveldin vilja fá sinn hlut.

„Skiljið það. Þeir eru ekki að berjast við Rússa. Rússar tóku 20% af Úkraínu og Vesturlöndin telja sig eiga rétt á að taka það sem eftir er. Þetta er dæmigert heimsvaldastríð. En það er kallað eitthvað annað. Þeir vilja ekki missa af því að skipta upp Úkraínu.“

Orbán útskýrir að Vesturlönd vilja landbúnað, steinefnaauðlindir og umfram allt peninga:

„Við skulum hafa það alveg á hreinu, stríðið er um völd og peninga.“

Fara efst á síðu