Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, skrifar á X (sjá að neðan), að réttarfarskerfið sé notað til að veitast að föðurlandsvinum eins og Donald Trump, Matteo Salvini og Marie Le Pen. Le Pen er ásamt Þjóðfylkingunni sökuð um að misnota fjármuni ESB. Matteo Salvini formaður Lega flokksins er ákærður fyrir að brjóta á réttindum ólöglegra innflytjenda. Flestar árásirnar hafa verið gegn Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna en hann var sakfelldur fyrr á þessu ári fyrir 34 ákæruliði í réttarhöldum til að hindra að hann gæti boðið sig fram til forseta og hann segir að hafi verið sviðsett og skammarleg.
Matteo Salvini, aðstoðarforsætisráðherra, á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa neitað að hleypa 147 farandmönnum í land, þegar hann var innanríkisráðherra ár 2019. Marzia Sabella saksóknari telur að Salvini hafi brotið „mannréttindi“ farandfólksins.
Marine Le Pen, fyrrverandi flokksleiðtogi Þjóðfylkingarannar, hefur einnig verið ákærð fyrir glæpi og á yfir höfði sér 10 ára fangelsi, miklar sektir og bann við að bjóða sig fram í opinber embætti fram til 2034.
Alþjóðasinnarnir beita hrekkjum og svikum til að hefta för þeirra sem fólkið kýs og eru föðurlandsvinir og vilja að þjóðir þeirra hafi óskorað fullveldi. Donald Trump, Bandaríkjunum, Marine Le Pen, Frakklandi og Matteo Salvini, Ítalíu.
„Höldum baráttunni áfram“
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sendir þremenningunum baráttukveðjur. Orbán skrifar:
„Donald Trump, Matteo Salvini og núna Marine Le Pen. Öll stoltir ættjarðarvinir, og núna eiga þau öll undir högg að sækja frá réttarfarskerfinu. Haltu áfram að berjast, frú Le Pen!“
Fjöldi manns styður færslu Orbáns og skrifa athugasemdir á X. Einn skrifar:
„Okkur vantar fleiri eins og þig og Trump til að leysa vandamál okkar. Guð blessi þig og fólkið með skynsemi í heiminum.“