„Góbaliztarnir töpuðu í Bandaríkjunum þegar Donald Trump varð forseti aftur. En núna skapa þeir glundroða í Evrópu í staðinn“ segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands (sjá X að neðan). Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill skapa frið í Úkraínu. En hingað til hefur það ekki borið árangur. Valdhafar í Evrópu vilja stríð og ætla að halda áfram að ausa peningum í sláturmaskínuna í Úkraínu.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, varar enn og aftur við því að alþjóðasinnarnir snúi sér núna að fullum krafti að Evrópu, þegar þeir hafa misst völdin í Bandaríkjunum. Orbán skrifar á X:
„Eftir að hafa tapað Washington fyrir föðurlandsvinum, hörfuðu alþjóðaöflin til Brussel. Þar reyna glóbaliztarnir að skapa óstöðugleika meðal fullvalda þjóða eins og Serbíu, Slóvakíu og Ungverjalandi. Eftir að föðurlandsvinir sigruðu í Bandaríkjunum, þá hafa tilraunir til að eyðileggja stöðugleika aukist hérna í Mið-Evrópu.“
„Hið alþjóðlega fjármála- og stjórnmálakerfi sem er í heiminum stjórnaði áður bandarískum stjórnvöldum, Brussel og mörgum aðildarríkjum Evrópu. Við urðum að reka þá út. Þessi alþjóðlegu fjármálaveldi hafa tapað Washington, hörfað til Brussel og berjast núna fyrir fótfestu sinni í Mið-Evrópu.“
After losing Washington to the patriots, globalist-liberal forces retreated to Brussels, and set their sights on Serbia, Slovakia, and Hungary. Today's chaos in the Serbian Parliament – smoke bombs, violence, and obstruction – shows how far they’re willing to go to destabilise… pic.twitter.com/krL49UvG54
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) March 4, 2025