ESB-elítan reynir að nota stríðið í Úkraínu „sem afsökun til að fjötra okkur öll fjárhagslega“ segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Markmiðið er að þvinga fram stofnun Bandaríkja Evrópu með miklum sameiginlegum skuldum.
ESB er á barmi hruns og valdaelítan í Brussel gerir síðustu örvæntingarfullu tilraunina til að bjarga sér samkvæmt Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Hann telur að Evrópusambandið sé að reyna að fá í gegn miklar „sameiginlegar skuldir“ sem muni „fjötra aðildarríkin fjárhagslega.“ ESB notar Úkraínustríðið til að gera þetta.
Sameiginlegar skuldir þýða að lönd geta ekki losnað frá þeim. Sameiginlegar skuldir svipta þjóðir fullveldinu og þvinga fram stofnun Bandaríkja Evrópu á sama hátt og Bandaríkin voru stofnuð, útskýrir hann.
„Þannig urðu Bandaríkin til“ segir Orbán. Þáverandi fjármálaráðherra fékk ríkin til að samþykkja sameiginlega skuld og frá þeirri stundu fæddust Bandaríkin.
Áætlun ESB-elítunnar er nákvæmlega sú sama, fullyrðir hann:
„Þeir telja Úkraínu vera bestu leiðina til að skapa sameiginlegar skuldir. Við verðum að sjá út fyrir stríðið og stórveldapólitíkina og horfa til framtíðar sambandsins.“