ESB er að hrynja fyrir augum okkar. Það fullyrðir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Ef ekkert verður gert, þá verða næstu fjárlag ESB þau síðustu sem sambandið gerir.
ESB er í svo slæmu ástandi að næsta fjárlög sambandsins gætu orðið þau síðastu að sögn Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Hann varar við því að ESB sé smám saman að molna sundur. Orbán segir (sjá X að neðan):
„Jafnvel þótt þessi fjárlög verði samþykkt, sem er mjög vafasamt, en jafnvel þótt þau verði samþykkt, þá verða þau síðustu sjö ára fjárlög ESB.“
Og þá er úti ævintýri.
Orbán telur það „algjörlega ómögulegt“ að fjárlög verði sett fyrir tímabilið eftir 2035. Og í tengslum við það mun evrusvæðið hrynja.
„Til þess að sambandið hrynji ekki, til þess að þetta verði ekki síðustu fjárlögin, þá verður að endurskipuleggja ESB frá grunni. Kraftarnir sem slíta ESB í sundur eru að eflast á meðan kraftarnir sem halda því saman eru að veikjast. Endurskipulagning gæti snúið þessari þróun við.“