Orbán: ESB hefur reynt að steypa mér af stóli í 14 ár

Ef aðildarríki í ESB kýs þjóðernissinnaða ríkisstjórn sem gengur gegn stefnu Evrópusambandsins þá verður sú ríkisstjórn að fara. Þannig vinnur Brussel að valdaskiptum í þeim löndum sem ekki samrýmast opinberri stefnu ESB. Þetta segir Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, í nýju viðtali (sjá X að neðan).

Swebbtv greinir frá. Hvers konar stofnun er ESB eiginlega? Ekki sýnir hún aðildarríkjunum neina sérstaka lýðræðislega virðingu ef marka má Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands.

Hann greinir frá því að Evrópusambandið hafi reynt að bola ríkisstjórn Ungverjalands frá völdum allt frá því að Orbán varð forsætisráðherra landsins árið 2010. Sem sagt í fjórtán ár. Viktor Orban segir:

„Brussel hefur reynt að skipta um ríkisstjórn í Ungverjalandi með auknum styrkleika og staðfestu síðan 2010.

„Ekki bara í Ungverjalandi heldur alls staðar þar sem þjóðræknar ríkisstjórnir hafa verið á öndverðum meiði við miðstýringartilhneigingu Brussel, – sjáið Pólland. Við getum kallað þetta frjálslyndan, búrókratískan miðstýringarmetnað Evrópusambandsins. Þeir hafa alltaf reynt að fella þessar ríkisstjórnir, þar á meðal mig og okkur. Ég get sagt nákvæmlega fyrir hverjar kosningar, hvar, hvenær og með hvaða hætti þeir vilja ná þessu. Við höfum alltaf afstýrt þessu. Það sem við sjáum núna er framhald af því sama.

Að sögn Orbán hefur ESB-elítan reynt að „smygla“ inn ýmsum stjórnmálamönnum sem gætu tekið völdin af núverandi ríkisstjórn í Ungverjalandi en hingað til hefur það ekki borið árangur.

Sjá má meira hér

Fara efst á síðu