Orbán: ESB-elítan er að eyðileggja Evrópu

Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands sagði í viðtali við Kossuth útvarpið, að ESB-elítan bjóði Úkraínu aðild að ESB í skiptum fyrir áframhaldandi stríð gegn Rússlandi. Tass greinir frá.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, óttast að valdaelítan í Brussel vilji veita Úkraínu aðild að ESB innan fárra ára. Inngönguskilyrðið er að Úkraína haldi áfram stríðinu gegn Rússlandi.

Samkvæmt Orbán, þá er hugmynd ESB að veita Úkraínu aðild að ESB eins fljótt og auðið er innan nokkurra ára eða fyrir 2030. Það myndi hafa hrikalegar afleiðingar fyrir ESB og löndin í Evrópu. Það myndi til dæmis eyðileggja efnahag Ungverjalands.

Orbán segir:

„Það mun eyðileggja allt ESB, það mun eyða okkur.“

Að sögn forsætisráðherrans er það brjálæði að hvert ESB-ríki skuli eyða ákveðnum hluta af vergri landsframleiðslu sinni til að „styðja“ Úkraínu. Í staðinn ætti að semja um frið segir hann samkvæmt Hungary Today.

Hlýða má á viðtalið hér að neðan, hægt er að stilla þýðingu yfir á íslensku í texta YouTube:

Fara efst á síðu