Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, takast í hendur á fundi í Jerúsalem 19. febrúar 2019 (Mynd/skjáskot remix/AP/Ariel Schalit).
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur boðið Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til Ungverjalands eftir að Alþjóða glæpadómstóllinn „The International Criminal Court, ICC“ í Haag gaf út handtökuskipun á hendur Netanyahu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Orbán segist tryggja öryggi Netanyahus komi hann til Ungverjalands og hann segir ákvörðun ICC hreina pólitíska geðþóttaákvörðun.
Viktor Orbán ásakar Alþjóða glæpadómstólinn fyrir að taka pólitískar ákvarðanir í stað þess að byggja á lögum. Hann segir í viðtali við Kossuth Radio:
„Einn hlutur er sú svívirðilega frekja – ég myndi segja geðþóttaákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins, ICC, að grípa inn í yfirstandandi átök, sem enn hefur ekki verið lokið í Miðausturlöndum, undir yfirskini laga en er í raun gert í pólitískum tilgangi. Þetta er í sjálfu sér rangt, ákvörðunin kemur algjöru óorði á alþjóðalög, en hitt er að hún getur líka bætt olíu á eldinn.“
„Ég mun bjóða ísraelska forsætisráðherranum, herra Netanyahu í heimsókn til Ungverjalands síðar í dag og ég mun tryggja honum í boðinu að ef hann kemur mun dómur Alþjóðaglæpadómstólsins ekki hafa nein áhrif í Ungverjalandi og við munum ekki fylgja eftir skilmálum dómsins.“
Orbán telur mikilvægt að viðhalda góðum samskiptum Ísraela og Ungverjalands og að ísraelska forsætisráðherranum sé kleift að koma í opinberar erindagjörðir til Ungverjalands og honum verði tryggt öryggi.
Alþjóða glæpadómstóllin segir að Netanyahu forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherrann Yoav Gallant beri refsiábyrgð „á stríðsglæpum hungursneyðar sem hernaðaraðferð.“ Samkvæmt ICC hafa almennir borgarar á Gaza verið vísvitandi sviptir matvælum, vatni, lyfjum, læknishjálp, eldsneyti og rafmagni. 124 aðildarríki ICC eru skuldbundin til að handtaka Netanyahu ef hann kemur inn á yfirráðasvæði þeirra. Mörg lönd ESB þar á meðal Belgía, Holland og Ítalía, hafa sagt að þau muni virða tilskipunina ef Netanyahu kemur inn á yfirráðasvæði þeirra.
JUST IN: The International Criminal Court (ICC) in The Hague has issued an arrest warrant for Netanyahu and Gallant for alleged war crimes.
— Remix News & Views (@RMXnews) November 21, 2024
The arrest warrant also applies to alleged crimes against humanity, including starvation as a method of warfare in Gaza. pic.twitter.com/nsnYmCZFFp