Í ræðu nýlega fjallaði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, um sífellt þýðingaminna ESB, forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hryðjuverkaárásina á Nord Stream árið 2022. Innflytjendamálin voru einnig til umræðu.
Það var í ræðu í Rúmeníu sem Orban tjáði sig um ástandið í heiminum. Sambandið er stirt milli glóbalistasambandsins ESB og ungverska forsætisráðherrans sem neitar að gleypa pólitíska rétttrúnaðinn. Til dæmis þá neitar Ungverjaland að vera galopið fyrir farandfólki svo landið lendi ekki í sömu stöðu og lönd eins og Svíþjóð, Þýskaland og Bretlandi.
Orban telur að Evrópusambandið verði sífellt þýðingarminna í heimi, þar sem ný Asíumiðuð heimsskipun er í mótun.
Að sögn Orban þá eru það Kína, Indland, Pakistan og Indónesía sem hafa tekið yfir sem þungamiðja heimsins. Orban sagði:
„Evrópa hefur gefist upp á að verja eigin hagsmuni. Það eina sem ESB gerir í dag er að elta utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Demókrataflokksins án nokkurra skilyrða. Jafnvel þótt það þýði sjálfsmorð. Það er að gerast breyting sem hefur ekki sést í 500 ár. Það sem við stöndum frammi fyrir er í raun breyting á heimsskipulaginu.“
Styður Trump
Orban styður framboð Donalds Trump af öllu hjarta fyrir annað kjörtímabil sem forseti. Hann telur að endurkjör Trumps miði að því að „koma bandarísku þjóðinni aftur á spor fullvalda ríkis“:
„Þess vegna vilja þeir setja hann í fangelsi. Þess vegna vilja gera eignir hans upptækar. Og ef það virkar ekki, þá vilja þeir drepa hann.“
Nord Stream
Jafnframt fullyrti Orban, að það væru Bandaríkin sem stóðu að baki sprengingunni á Nord Stream árið 2022. Hann kallaði það „hryðjuverk sem framið var að augljósri leiðsögn Bandaríkjamanna.“
Annað mál sem Orban ræddi voru innflytjendamálin. Leiðtogar ESB tala oft um innflutning farandfólks frá þriðja heiminum sem meinta lausn á vanda sífjölgandi ellilífeyrisþegum:
„Það getur ekki verið spurning um fólksfækkun sem bætist við fólksflutninga. Vestræn reynsla er sú að ef gestirnir eru fleiri en eigendur, þá verður heimilið ekki lengur heimili. Þetta er áhætta sem ætti ekki að taka.“
Ólympíuleikarnir í París komu einnig til tals samanber X hér að neðan: