Ítalskir fjölmiðlar greina frá því, að ólöglegum fólksflutningum til Ítalíu hafi fækkað um rúmlega 62% árið 2024. Ástæðan er sögð vera afrakstur þrotlausrar vinna ríkisstjórnarinnar undir forystu Giorgia Meloni forsætisráðherra, sem vill minnka fólksinnflutninginn til Ítalíu.
Girogia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, frá flokki Ítalíubræðra hefur lengi barist fyrir því að draga úr ólöglegum fólksflutningum til landsins. Núna greinir ítalska blaðið II Giornale frá því, að vinnan hafi skilað árangri. Ólöglegum fólksflutningum til landsins hefur fækkað um heil 62,4 prósent árið 2024. Fram í ágúst hafa 37.000 flóttamenn komið til landsins sem má bera saman við hátt í 100.000 á sama tímabili árið 2023.
Eyjan Lampedusa í suðurhluta Ítalíu hefur sérstaklega orðið fyrir barðinu af ólöglegum fólksflutningum. Á aðeins einum degi í september 2023 komu á milli 6.000 – 7.000 farandverkamenn til eyjunnar.
Ólöglegur fólksflutningur til Ítalíu hefur lengi verið áberandi vandamál og árangur ríkisstjórnarinnar við að draga úr þeim um rúmlega 62% gæti því aukið stuðning kjósenda við Meloni.
Dagblaðið II Giornale skrifar einnig, að Ítalía skari fram úr þegar kemur að svokölluðum „studdum heimferðum.“ Raunverulega þýðir það, að innflytjendur fá peninga og aðstoð við að snúa aftur til heimalandanna. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2024 hefur Ítalía hjálpað um 9.000 innflytjendum að snúa aftur til Túnis og Líbíu. Árið 2023 þáðu aðeins 3.000 innflytjendur þesa aðstoð. Mörg önnur lönd reyna einnig að auka útflutning með styrkjum til heimferðar.