Ólögleg vopn frá Úkraínustríðinu flæða inn í Svíþjóð

Svíar hafa sent vopn til Úkraínu fyrir 62 milljarða sænskra króna (824 milljarða íslenskra króna) – án þess að vita nákvæmlega hvert vopnin fara. Núna vara sérfræðingar við því að stríðinu gæti fylgt enn meiri ógn: flóð af vopnum sjálfvirkra riffla og sprengjukastara í Evrópu sem að hluta koma til baka til Svíþjóðar og lenda í hópum glæpahópanna í Svíþjóð. Spurt er hvort sænska ríkisstjórnin sé að vopna innlenda óvini almennings?

Sænska ríkisstjórnin hefur sent hernaðaraðstoð til Úkraínu fyrir svimandi 62 milljarða sænskra króna. Það er ekki bara hlífðarbúnaður – heldur skriðdrekar, háþróuð vopnakerfi og skotfæri sem hafa farið úr landi. Á sama tíma er verið að hækka heilbrigðisgjöld og skera niður velferðarmál. Sérfræðingar vara við því að vopnin gætu fljótlega snúið til baka til Svíþjóðar og lent í höndum glæpahópanna.

Draumur vopnasmyglara og martröð Evrópu

The Times lýsir því, hvernig milljónum vopna hefur verið dælt inn í Úkraínu, þar sem þeim er dreift til óbreyttra borgara, geymd í einkageymslum eða seld ólöglega á svörtum markaði. Skortur er á landslögum varðandi byssueign og eingöngu byggt á gamalli tilskipun frá 1998 um byssuöryggi. Brian Lee, vopnasérfræðingur hjá „Global Initiative Against Transnational Organized Crime“ segir:

„Það eru engin lög um vopn. Engin úkraínsk stefna um afvopnun eða aðlögun hermanna að samfélaginu að nýju.“

Samkvæmt The Times er Úkraína í dag eina landið í Evrópu þar stjórnleysi ræður í vopnamálum. Jafnvel fyrir stríðið var mikið magn af ólöglegum vopnum í umferð. Eftir stríðið er búist við að vopnin fari eins og eldur í sinu yfir landamærin.

Hætta á að sænsk vopn lendi í höndum glæpamanna

Þegar sænskir ​​stjórnmálamenn stæra sig af stuðningnum við Úkraínu þá minnast þeir sjaldan á það að þeir hafa litla sem enga stjórn á því hvar vopnin enda að lokum. Expressen segir viðvörunarfánann hátt á lofti.

„Það er raunveruleg hætta á að þessi vopn endi hjá glæpahópum í Svíþjóð“ sagði Jesper Liedholm, vopnasérfræðingur sænska tollsins, í viðtali við Göteborgs-Posten í janúar.

Gunnar Appelgren, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir þessar áhyggjur í samtali við SVT í janúar:

„Vopnasmygl er raunveruleg ógn við almenning. Glæpamenn eru mjög fljótir að greina veikleika í kerfinu.“

Á meðan sænsk stjórnvöld tæma vopnaforðann er verið að hækka efri mörk sem sjúklingar þurfa að greiða fyrir heilsugæslu og afnema ýmis velferðarmál. Verið er að ræða um að taka fasteignaskattinn upp að nýju, afnema styrki ríkisins við endurbætur húsnæðis, lækka frádrátt vegna vaxta og skera niður í velferðinni, skólamálum og heilsugæslu. Svíar eru þannig að vopna heri annarra landa á meðan sænskur almenningur þarf að slást fyrir þjónustu heilsugæslunnar og eigin öryggismálum.

Sænska velferðin í mikilli hættu

Lausna er þörf áður en það er um seinan Á sama tíma og ríkið fjárfestir fyrir milljarða erlendis skerðist öryggi almennra Svía sem gagnast markmiðum alþjóðasinna: að veikja þjóðríkið og gera það háðari yfirþjóðlegri stjórnun stofnana eins og Nató og ESB.

En það er til önnur leið, þar sem Svíþjóð verndar fullveldi sitt, eigið öryggi og frelsi borgaranna. Það mætti frysta allan hernaðarlegan stuðning, þar til að hægt er að tryggja að vopnin lendi ekki í höndum rangra aðila. Tryggja verður rekjanleika allra hergagna og innleiða gegnsæi um vopnaflutninga. Nota má fjármunina til að skerða ekki velferð hins almenna borgara í staðinn.

Fara efst á síðu