Olaf Scholz felldur á þingi – nýjar kosningar í Þýskalandi í febrúar

Olaf Scholz, sósíaldemókratíski kanslari þýska jafnaðarmannaflokksins, hefur tapað atkvæðagreiðslu um traust í sambandsþinginu, sem þar með markar endalok umdeildrar vinstri-frjálslyndrar ríkisstjórnar hans. Frá þessu greinir Die Welt.

394 atkvæði voru greidd gegn traustsyfirlýsingu þingsins á kanslara Þýskalands en einungis 207 greiddu atkvæði með og 116 sátu hjá. Kanslarinn nýtur því ekki lengur trausts þingsins og nýjar kosningar blasa við í Þýskalandi.

Frank-Walter Steinmeier forseti hefur tilkynnt að nýjar þingkosningar geti farið fram þann 23. febrúar 2025. Það þýðir að fyrirhuguðum venjulegum kosningum sem áttu að verða næsta haust veður flýtt fram í febrúar.

Samstarf ríkisstjórnarflokkanna sprakk

Stjórnarkreppan leystist úr læðingi, þegar Olaf Scholz rak Christian Lindner fjármálaráðherra sem kemur úr röðum frjálslynda flokksins FDP. Atvikið leiddi til hruns þriggja flokka bandalagsins sem myndaði ríkisstjórnina, þar sem Græningjar eru einnig með.

Nýjustu skoðanakannanir sýna að íhaldsflokkurinn CDU/CSU leiðir með 32% fylgi kjósenda. Valkostur fyrir Þýskaland, AfD fær rúm 20% en SPD, flokkur Olafs Scholz, nær varla 15%. Græningjar mælast með 14% og FDP 7%.

Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu Valkosts fyrir Þýskalandw, AfD, þá hafa rótgrónir flokkar ýtt til hliðar ágreiningsmálum til að geta myndað bandalag til að útiloka AfD frá þátttöku í stjórnarmyndun. Slíkt hefur verið reynt í Frakklandi og heldur ekki vatni.

Efnahagslegar áskoranir

Samtímis og pólitísk óvissa eykst stendur Þýskaland frammi fyrir miklum efnahagsvanda. Efnahagur landsins hefur staðnað og seðlabankinn hefur nýlega endurskoðað tölurnar. Reiknað er með samdrætti hagkerfisins árið 2023 og aðeins 0,2% hagvexti spáð fyrir árið 2025.

Þýskaland, sem er stærsta hagkerfi ESB, hefur átt undir högg að sækja vegna hás orkukostnaðar og aukinnar alþjóðlegrar samkeppni. Útflutningsháðar greinar eins og bílaiðnaðurinn glíma við grundvallarlegan rekstrarvanda og hagvöxtur landsins er núna verulega minni en hann var fyrir heimsfaraldurinn.

Fara efst á síðu