
Ofsóknir gegn kristnum mönnum eru miklar um víða veröld. Oft eru það íslamskir hryðjuverkamenn eins og ÍSIS eða aðrir böðlar í tengslum við þá sem stunda hryllilegar árásir og morð á saklausu kristnu fólki. Í grein hér að neðan fjallar blaðakonan Iris El um hryllileg fjöldamorð á kristnum nýlega í Kongó, Afríku. Að minnsta kosti 70 lík fundust í síðustu viku í kirkju í yfirgefnu þorpi í austurhluta Kongó. Fórnarlömbin, sem voru í gíslingu í marga daga, voru bundin og hálshöggvin.
Íris El skrifar:
Íslamskir ofbeldismenn úr “Bandalagi Lýðræðissveita” (Allied Defence Forces, ADF) og samtakabræður ISIS hryðjuverkasamtakanna), hálshjuggu yfir 70 kristna menn á hrottalegan hátt í bænum Kasanga, á yfirráðasvæði Lýðstjórnarveldisins Kongó (Democratic Republic of Congo), sem er 11. stærsta land heims og næststærsta land í Afríku. Íbúatala landsins er 111 milljónir.

Fjöldamorðin áttu sér stað á fimmtudaginn 13. febrúar, í kirkju mótmælenda í Kasanga, þar sem fórnarlömbunum hafði verið haldið í gíslingu í nokkra daga. Talið er að hinir látnu í fjöldamorðunum í kirkjunni séu meðal tuga manna sem saknað hefur verið úr þorpinu síðan síðasta miðvikudag. Hræðilegar upplýsingar frá fjölmiðlum á staðnum hafa leitt í ljós að þeir voru hálshöggnir með sveðjum.
Þessi villimannlega árás varpar ljósi á þetta átakasvæði, þar sem bæði almennir borgarar og kristnir menn eru þjakaðir af ofbeldi ADF. Íbúar Kasanga hafa flúið bæinn vegna stöðugra árása og ofbeldisverka af hálfu ADF ofbeldisseggja.
3,000 manns hafa látið lífið í borginni Goma í átökum milli Kongóhers og uppreisnarsveita, sem náð hafa borginni á sitt vald.
Ráðherra kristinna mála í Ungverjalandi, Tristan Azbej, sagðist vera skelfingu lostinn yfir atvikinu og lagði áherslu á að Ungverjaland stæði með ofsóttum kristnum mönnum. Hann sagði að heimurinn þyrfti að viðurkenna og bregðast við ofsóknum gegn kristnum.

Hinn ISIS-tengdi ADF hópur er talinn vera hættulegasti vopnaði hópurinn á svæðinu. M23 (23. mars hreyfingin) var áður álitinn hættulegri og hefur því fengið mesta alþjóðlegri athygli. Kongó, Bandaríkin og SÞ hafa ásakað Rúanda fyrir að styðja M23, en ríkisstjórn Rúanda hefur neitað því.
Morðin í Kasanga eru aðeins eitt af mörgum grimmdarverkum í Lýðveldinu í Kongó undanfarið og ógn stafar ekki aðeins af ADF uppreisnarmönnum. Í lok janúar hertóku uppreisnarmenn úr M23 eina af stærstu borgum Kongó, Goma og brutust þá út óeirðir í höfuðborginni Kinshasa þar sem ráðist var á sendiráð.
Síðan þá hafa átökin aukist enn frekar. M23 hefur tekið undir sig Bukavu, næststærstu stórborgina í austurhluta landsins. Þúsundir hafa látið lífið í bardögum milli uppreisnarmanna M23 hópsins og Kongóhers.
UK Mirror; Hungary Today; CNN. Íris Erlingsdóttir þýddi