Ofsjónir valkyrja og fyrrverandi forsetaframbjóðanda

Pólitíski rétttrúnaður hinnar vókuðu jafnaðarmennsku virðist hafa stigið Valkyrjunum eitthvað til höfuðs sem núna eru farnar að skipa ríkisstjórn Bandaríkjanna, hvernig hún á að haga sér. Samkvæmt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra átti varaforseti Bandaríkjanna ekki að fá að heimsækja herstöð þeirra í Grænlandi með konu sinni nýverið. Utanríkisráðherrann lýsir því yfir með alkunnri valkyrjusnerpu að „allt við heimsókn JD Vance til Grænlands hafi verið óviðeigandi.

Fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, er með á valkyrjuvagninum og veit betur en Bandaríkjamenn sjálfir hvað þeir vilja. Þannig skrifar prófessorinn á Facebook að nýir valdhafar í Bandaríkjunum telji að Evrópusambandið vinni gegn hagsmunum Bandaríkjanna og að Grænland eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Baldur skrifar:

„Í ljósi þessa kæmi ekki á óvart að banda­rísk stjórn­völd beittu sér gegn því að Íslandi tæki aft­ur upp aðild­ar­viðræður við ESB.“ 

Prófessorinn talar með „óæðri endanum“

Allir eru þó ekki sammála skrifum prófessorsins. Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, svarar Baldri Þórhallssyni með eftirfarandi skrifum á Facebook:

„Ísland er frjálst og fullvalda ríki í skjóli stórveldanna. Ísland væri ekki frjálst ríki ef ekki væri fyrir sterk vinabönd við Rússa, Breta og Bandaríkjamenn.“ 

„Sérfræðingurinn okkar sem er mest áberandi þessa daga og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hefur litið annað gert undanfarin ár en að níða skóna af Bretum fyrir að vilja ganga úr Evrópusambandinu og tjáð andstyggð sína á Bandaríkjaforseta.“ 

Misskilningur hans á Rússum er kannski hvað mest vandræðalegur miðað við að hann þykist fræðimaður. Hversu lengi komast ,,sérfræðingar“  úr Háskóla Íslands (sem er einn lélegasti háskóli á Vesturlöndum) upp með að tala með rassgatinu á sér og afvegaleiða vitræna umræðu?“

Fara efst á síðu