Í enn einni vandræðalegri sýningu á því hversu lítið nútíma vinstrimenn skilja framboð, eftirspurn og grundvöll hagfræðilegs veruleika, þá hafa Græningjar í Berlín sett verðþak á ís. Í Substack útgáfu af „Eugyppius“ fara þeir sem úthrópa sjálfa sig sem dyggðaboðandi, vistvæna sósíalíska stjórnmálamenn í Berlín, í herferð til hjálpar fátækum börnum með því að setja verðþak á ís fyrir „börn og ungmenni úr fátækum fjölskyldum.“ Vilja hinir góðu, að hver ísbúð í Berlín bjóði upp á að minnsta kosti eina bragðtegund íss fyrir lágt verð á kúlu, 0,50 evrur sem verði sérstakt verð fyrir þá „fátæku.“
Á þeim tíma þegar orkuverðið í Þýskalandi fer með himinskautum regnbogans vegna ábyrgðarlausrar stefnu Græningjaflokksins sem lokaði kjarnorkuverum, hætti að flytja inn ódýrt rússneskt gas og fleygði hagkerfinu í ruslafötu „orkubreytinganna“ þá hefur ísinn eins og allt annað orðið dýrari.
Í Þýskalandi eru rafmagnsverð heimila með því hæsta í heiminum. Þýskaland er í fimmta sæti á heimsvísu hvað varðar rafmagnskostnað fyrir neytendur. Græningjaflokkurinn hefur krafist þess að nota eigi eingöngu „endurnýjanlega“ orku í 80% af rafmagnsnotkun árið 2030 og 100% árið 2035. Græningjar hafa einnig neitað að samþykkja kjarnorku sem valkost og hafa látið loka kjarnorkuverum Þýskalands.
24 fylki Bandaríkjanna hafa fylgt sömu hörmulegu and – vísindastefnu og hafa sett sér 100% endurnýjanlegt orkumarkmið, þar á meðal stór fylki eins og Kalifornía, sem settu sér það pólitíska markmið að 100% komi frá endurnýjanlegri orku fyrir árið 2045. Fylki í ryðbeltinu eins og Michigan hafa einnig sett í lög um að 100% af raforkuframleiðslu fylkisins komi frá endurnýjanlegri orku fyrir árið 2040.
Þessi stefna er pólitísk vinstri stefna sem hagfræðingar segja að muni leiða til fjárhagslegs gjaldþrots og rafmagnsleysis.
Ísinn ekki undanþeginn vinstri vitleysunni
Þetta leiðir einnig til hærri kostnaðar á rjómaís. Ísinn er orðinn of dýr í Þýskalandi segja 64% Þjóðverja samkvæmt könnun YouGov. Og þegar kostnaðurinn fer fram úr getu neytandans, þá örvænta Græningjar og grípa til þvingunarvalds ríkisins til að ákveða verðið.
Samkvæmt þýska fjölmiðlinum BILD kostar kúla af ís í Berlín nú að meðaltali yfir 1,50 evrur og sums staðar allt að 2,90 evrur. Í München og Hamborg hefur ískúlan farið upp í fjórar evrur sem er meira en flestar vinnandi fjölskyldur geta réttlætt. Það er of mikið, hrópa Berlínar-Græningjarnir sem finna fyrir reiði almennings.
Í stað þess að horfa í spegilinn á eigin misheppnaða orkustefnu, þá krefjast Græningjarnir Benedikt Lux, Tuba Bozkurt og Marianne Burkert-Eulitz þess, að ísbúðareigendur borgi tapið sem fylgir því að bjóða börnum borgarinnar „ódýrari ískúlur“ án niðurgreiðslna, bóta eða áætlunar til að standa straum af kostnaðinum.
Þeir hafa formlega lagt fram kröfur sínar til þýska hótel- og veitingasamtakanna DEHOGA og skora á einkageirann að „leggja sitt af mörkum“ og setja verðþak „af frjálsum vilja.“ Að sjálfsögðu er aldrei um neitt af frjálsum vilja að ræða þegar stjórnvöld eða öflugur og árásargjarn stjórnmálamaður krefur fyrirtækin um eitthvað.
Þetta er eitt lítið dæmi um Grænu stefnuna sem er miðstýrður ríkisbúskapur með fréttatilkynningum, þar sem litið er á efnahagslögmál sem hindranir sem þarf að lögleiða burt. Viltu að eitthvað kosti minna? Skipaðu þá bara fyrirtækjunum að lækka verðið!

Að sjálfsögðu mun þessi stefna hafa áhrif á verðlagið. Verðlækkun á einu bragði fyrir „fátæku börnin“ mun leiða til hækkaðs verðs á öðrum bragðtegundum sem þeir ískaupendur fá að greiða. Þetta er þekkt sem „verðstýringarröskun“ og „kostnaðartilfærsluhegðun.“
Forgangsröðun herskárra vinstri manna í Þýskalandi er að rústa efnahag landsins
Venjulega leiða verðþök til vöruskorts þar sem framboð minnkar og eftirspurn eykst. Þetta veldur síðan minni arðsemi fyrir framleiðendur sem síðan skerða gæði, magn og framboð vörunnar. Framleiðendur sem geta ekki innheimt markaðsverð vegna afskipta stjórnvalda hækka oft verð á öðrum vörum til að bæta upp fyrir tapið. Það er „kostnaðartilfærsla.“
Sprenging í orkukostnaði veldur óðaverðbólgu. En svo lengi sem flokkslínan er að loka kjarnorkuverum, banna kol, loka fyrir innflutning á jarðgasi og krefjast vind- og sólarorku sem getur ekki fullnægt grunnþörfum, hvorki ísframleiðenda né annarra, þá mun orkuverðið bara halda áfram að hækka. Afleiðing af stefnu öfgavinstrigræningja hafa aukið allan kostnað allra framleiðenda, flutningsaðila og seljenda í efnahagskerfinu.
Að auki heldur áframhaldandi kostnaður vegna misheppnaðs og glataðs stríðs í Úkraínu áfram að veikja þýska hagkerfið. Áframhaldandi stuðningur Þýskalands við Úkraínu hefur kostað landið að minnsta kosti 48 milljarða dollara í félagslega og hernaðarlega aðstoð síðan Rússar fóru inn í febrúar 2022. Aðrar áætlanir segja að stríðið hafi kostað Þýskaland 171 milljarða dollara í lok árs 2023.
Þýskaland tilkynnti að það muni byggja 1.000 skriðdreka og eyða enn fleiri tugum milljarða í verkefnið að hræða Rússland. Forgangsröðun herskárra vinstri manna í Þýskalandi, er að rústa efnahag landsins, styðja misheppnað stríð með milljörðum, loka haldbærum orkuverum og þagga niður í íhaldsmönnum sem vilja ræða saman í einrúmi um borð í skemmtiferðaskipum.