Ofbeldi innblásið af trans-hugmyndafræði ber að skilgreina sem hryðjuverk

Mynd af fána Hinsegin uppreisnar- og frelsishersins (QILA), sem er hluti af Alþjóðlegu byltingarsveitunum IRPGF, (mynd:Wikimedia)

Í kjölfar morðsins á Charlie Kirk og vegna annars ofbeldis sem tengist trans-hugmyndafræði, þá er þrýstingur á FBI að stofna nýjan flokk varðandi innanlands hryðjuverk: Ofbeldi og öfgahyggja sem er innblásin af trans-hugmyndafræði, TIVE, (Transgender Ideology-Inspired Violence and Extremism). Þá gæti FBI brugðist tafarlaust við án samþykkis þingsins og „uppgötvað, truflað og leyst upp TIVE-sellur.“

Mike Howell, yfirmaður Oversight Project, hjá FBI, leggur áherslu á að átakið snúist ekki um að stimpla allt transfólk sem öfgamenn heldur er verið að bregðast við hættulegri þróun. Hann útskýrði að orðræða sem jafnar orðum við ofbeldi hefur skapað andrúmsloft þar sem einstaklingar í vanda telja réttlætanlegt að fremja árásir. Howell sagði:

„Ef þú trúir því að einhver sé að reyna að „útrýma þér,“ þá réttlætir það ofbeldi hjá sumum. Það er ógnin sem við stöndum frammi fyrir.“

Oversight Project hvetur FBI til að nota samræmda staðla gagnvart nýjum innlendum hryðjuverkaógnum og loka fyrir glufur sem leyfa hugmyndafræði ofbeldis að breiðast út á netinu.

Almennt reyna fjölmiðlar að þagga niður þá staðreynd í skotárásum að árásarmaðurinn sé trans eða vinstri sinnaður öfgamaður. Þessi þöggun skekkir tölfræði glæpa og gerir erfitt fyrir að greina þróun. Oftast er þeim sem gefa í skyn að ofbeldi tengt hugmyndafræði transfólks sé að aukast vísað frá sem homófóbískum eða þeir sakaður um samsæriskenningar.

Howell útskýrir að vandamálið sé ekki nýtt af nálinni. Þegar tölfræði um glæpi og skotárásir var fyrst flokkuð fyrir mörgum árum, hagræddu embættismenn gögnum til að lyfta fram hvítum karlmönnum sem helstu glæpamönnum og gerðu samtímis lítið úr ofbeldi afrísk-amerískra glæpahópa. Howell segir:

„Skýr skilgreining og flokkun frá alríkisstjórninni myndi gera kleift að safna raunverulegum gögnum um þessa glæpi.“

Ein helsta áskorunin er sú að innlend hryðjuverk eru skilgreind á mismunandi hátt eftir stofnunum. Samkvæmt 18 U.S.C. § 2331(5) er innlent hryðjuverk skilgreint sem starfsemi sem felur í sér ofbeldisverk eða athafnir sem eru hættulegar mannslífum og brjóta gegn bandarískum lögum, er ætlað að hræða eða þvinga almenning, hafa áhrif á stefnu stjórnvalda með hótunum eða þvingunum, eða hafa áhrif á framkvæmd stjórnvalda með fjöldaeyðileggingu, morðum eða mannránum; og sem eiga sér stað aðallega innan bandarísks yfirráðasvæðis.

Demókratar einbeita sér enn mjög að því að berjast gegn hvítum yfirráðum, fasisma og hægri öfgahyggju. Samt sem áður eru engir skipulagðir hópar í Bandaríkjunum í dag sem skilgreina sig opinberlega sem fasista, og þótt hægri öfgahyggja væri til staðar hefur ógn hennar oft verið ýkt af pólitískum hlutdrægum fjölmiðlum. Aftur á móti hefur vinstri öfgahyggja orðið viðvarandi og sýnilegt vandamál, með opinberum stuðningi jafnvel frá sumum aðilum innan ríkisstjórnarinnar.

Howell telur neitun á að flokka vinstri sinnað ofbeldi sem innlenda hryðjuverkastarfsemi vera hluta vandans. Hann heldur því fram að trans-hugmyndafræðin sé nátengd ofbeldi og að slíkt ofbeldi sé fyrirsjáanlegt. Aðgerðarsinnar og stuðningsmenn transhreyfinga halda því fram að ef transfólk njóti ekki fullrar viðurkenningar, þá standi þau andspænis fyrir útrýmingu, sjálfsvígum eða sjálfsskaða. Howell líkir ofbeldissinnaðri heimsmynd vinstri manna við heilagastríðsáráttu íslamista.

Trump hefur nýlega skilgreint Antifa, AFA, sem hryðjuverkasamtök. Með nýrri skilgreiningu á ofbeldishlið trans-hugmyndafræðinnar verður FBI betur í stakk búið til að verja almenning frá hugsanlegum ofbeldisverkum úr þeirri átt.

Fara efst á síðu