Nýtt hryðjuverk í Þýskalandi – tveir drepnir og 25 særðir

Enn skelfur Þýzkaland vegna nýs blóðugs hryðjuverks með sömu aðferðinni. Bíl var ekið beint inn í mannfjöldann í miðborg Mannheim með þeim afleiðingum að að minnsta kosti tveir voru myrtir og 25 særðust, þar af 15 alvarlega. Dánartölur eiga því eftir að hækka.

Að sögn þýskra fjölmiðla átti atvikið sér stað á hinni vinsælu verslunargötu Planken, nálægt vatnsturninum. Lögreglan hefur hvatt almenning til að forðast miðborgina og hefur gefið út viðvaranir í gegnum farsíma. Háskólasjúkrahúsið á staðnum hefur farið í hæstu viðbragðsstöðu vegna fjölda særðra.

Samkvæmt upplýsingum frá Bild hefur lögreglan handtekið hryðjuverkamanninn og samkvæmt Remix News (sjá X að neðan), þá er morðinginn ólöglegur Afgani í landinu. Lögreglan hefur lagt hald á bifreiðina sem var notuð við ódæðið. Lögregla með hríðskotabyssur gengu um götur og höfðu umfangsmikið eftirlit með ökutækjum og fólki við útgönguleiðir úr borginni. Lögregluþyrla flaug yfir svæðið.

Innanríkisráðherra Þýskalands, Nancy Faeser (SPD) hefur tilkynnt að hún ætli að hætta við fyrirhugaða heimsókn sína til Kölnar til að fara til Mannheim.

Lögreglan hefur enn ekki gefið upp neinar upplýsingar um meint tilefni árásarinnar, en að undanförnu hafa verið sams konar hryðjuverkaárásir íslamskra vígamanna með svipaðri nálgun sem hafa skekið Þýskaland að undanförnu.

Evrópa hefur önnur og stærri vandamál en Pútín Rússlandsforseta

Trump skrifar á félagsmiðli sínum Truth Socials:

„Við ættum að eyða minni tíma í að hafa áhyggjur af Pútín og meiri tíma í að hafa áhyggjur af nauðgunarhópum flóttamanna, eiturlyfjabarónum, morðingjum og fólki frá geðspítulum sem koma inn í landið okkar – svo að við endum ekki eins og Evrópa!“

Fara efst á síðu