Ný skammtatölva styttir útreikningstíma úr þúsundum milljarða ára í nokkrar mínútur

Google er að þróa nýja skammtatölvukubb sem kallaður er Willow. Ef vel tekst til, þá verður hægt að gera útreikning á aðeins nokkrum mínútum sem tekur þúsund milljarða ára að gera með afkastamestu tölvum nútímans.

Margir hafa verið kallaðir til að vinna að þróun virkrar skammtatölvu en fáum tekst að róa verkinu í land. Goggle telur hins vegar að með Willow sem byggir á meginreglum agnaeðlisfræðinnar sé tölvutæknin á tímamótum. Skammtatölvur virka því á allt annan hátt en hefðbundnar tölvur.

Í fréttatilkynningu er Willow lýst sem „byltingu sem ryður brautina fyrir gagnlegar, stórfelldar skammtatölvur.“ Talið er að aðeins taki fimm mínútur að gera útreikninga sem tekur 10,000,000,000,000,000,000,000,000 ár að gera með afkastamestu tölvum nútímans. Samtímis á eftir að leysa mörg vandamál sem talið er að taki mörg ár að gera og kosta nokkra milljarða dollara, áður en Willow komist í gagn að fullu.

Hartmut Neven, sem stýrir Quantum gervigreindar rannsóknarstofu Google þar sem Willow skammtakubburinn er í þróun, vill ekki gefa neinar upplýsingar á þessari stundu, hvers vegna hann er svona bjartsýnn á að hafa leyst leiðréttingarvanda skammtatækninnar sem á það til að misreikna sig.

Neven telur að Willow gæti verið tilbúinn til notkunar í atvinnuskyni innan fimm ára. Ef kubburinn stendur undir væntingum gæti Willow til dæmis orðið afgerandi þáttur í að leysa orkuvandamál jarðarbúa með því að hanna og byggja kjarnaofn sem byggðist á samrunatækni. Það myndi leysa öll orkuvandamál jarðar að eilífu. Skammtatæknin yrði einnig bylting í læknisfræðilegum rannsóknum við þróun nýrra lyfja.

Fara efst á síðu