Í kosningabaráttu Donald Trumps, nýkjörins forseta Bandaríkjanna, var vinnan á bak við tjöldin tekin upp á myndbönd sem núna hafa verið tekin saman og gefið út í sex þáttum heimildarmynda. Hægt er að sjá alla þættina endurgjaldslaust.
Tucker Carlson Network lýsir nýju heimildarmyndinni „Art of the Surge – The Donald Trump Comeback“ á eftirfarandi hátt:
„Búðu þig undir að sjá Donald Trump á allt annan hátt en áður og upplifðu augnablik sem bandarískir fjölmiðlar munu aldrei sýna þér.“
Heimildarmyndin hefur þegar fengið mjög háa einkunn hjá Internet Movie Database: 9,0.
Eins og nafnið gefur til kynna og margir hafa tekið fram í kjölfar kosninganna, þá er endurkoma Donald Trumps talin ein sú sterkasta af stjórnmálamanni í sögunni. Þrátt fyrir meint kosningatap árið 2020 og með heimspressuna á móti sér, þá vann Trump afgerandi kosningasigur.
Kosningateymi Trumps skildi hið breytt fjölmiðlalandslag og einbeitti sér því frekar að viðtölum í hlaðvörpum en þátttöku í umræðum stórra og sífellt þýðingarminni sjónvarpsstöðva. Á mörgum þeirra voru stjórnendur sem voru eindregnir andstæðingar og því tómt mál að tala um, að hlutleysis hafi verið gætt.
Hér að neðan er myndskeið með Trump þar sem hann ræðir við starfsmenn kosningabaráttunnar um ræðu Kamala Harris:
Sjá má alla þættina ókeypis á opinberri síðu heimildarmyndarinnar á X:
How did Donald Trump pull off the biggest comeback in history? Watch all 6 episodes out currently of "Art of the Surge: The Donald Trump Comeback"
— Art of the Surge (@ArtoftheSurge) November 7, 2024
This takes you directly to all six episodes now available on X: https://t.co/F1oLBzTzn5 #ArtoftheSurge