Trump segir að samningurinn sé „að lokum undir [Úkraínu] komið“ og „þeir verði að semja.“
Trump forseti og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hafa náð samkomulagi um að binda enda á stríðið milli Rússlands og Úkraínu.
Úkraína og Nató „þurfa þó að komast að samkomulagi“ sagði Trump og benti á að „það sé enginn samningur fyrr en samkomulag sé til staðar“ og „það sé í raun undir þeim komið.“
Þetta kemur eftir þriggja tíma fund milli Trump forseta, utanríkisráðherra Marco Rubio, sérstaks sendiherra í Mið-Austurlöndum, Steve Witkoff, og rússneskra starfsbræðra þeirra. Pútín sagði við blaðamenn eftir fundinn:
„Ég vona að samkomulagið sem við höfum náð saman muni hjálpa okkur að ná því markmiði og ryðja brautina fyrir friði í Úkraínu.
Við búumst við að Kænugarður og evrópskar höfuðborgir muni taka þetta á uppbyggilegan hátt og muni ekki setja neinn stein í götu samkomulagsins.“
Leiðtogarnir tveir héldu blaðamannafund í um það bil tólf mínútur og svöruðu engum spurningum. Upplýsingar um innihald samkomulagsins að öðru leyti en leiðtogarnir gerðu grein fyrir á blaðamannafundinum liggja enn ekki fyrir.
Hér að neðan eru stutt myndskeið með ávarpi leiðtoganna tveggja, fyrst myndskeið með Pútín og þar fyrir neðan myndskeið með ávarpi Trumps. Pútín sagði:
„Ég vona að samkomulagið sem við höfum náð saman muni hjálpa okkur að ná þessu markmiði og ryðja brautina að friði í Úkraínu.
Við búumst við að Kænugarður og evrópskar höfuðborgir muni taka þetta á uppbyggilegan hátt og muni ekki leggja neinn stein í götu samkomulagsins eða gera neinar tilraunir til að vera með eitthvað baktjaldamakk til að koma með ögranir í því skyni að sökkva samkomulaginu.“
Trump forseti sagði við blaðamenn:
„Það er enginn samningur fyrr en samkomulag er í höfn. Ég mun hringja í Nató eftir smá stund. Ég mun hringja í þá einstaklinga sem ég tel viðeigandi og ég mun auðvitað hringja í Zelenský forseta og segja honum frá fundinum í dag.
Þetta er í raun undir þeim komið. Þeir verða að samþykkja það sem Marco og Steve og sumir af hinum frábæru einstaklingum úr stjórn Trumps, sem hafa komið hingað, Scott og John Ratcliffe, þakka ykkur kærlega fyrir.“
„Við náðum virkilega miklum árangri í dag. Ég hef alltaf átt frábært samband við Pútín forseta, við Vladímír. Við höfum átt marga erfiða fundi, marga góða fundi. Við vorum trufluð af Rússlandi-Rússlandi-Rússlandi blekkingunni. Það gerði það aðeins erfiðara að takast á við þetta, en hann skildi það.“