Donald Trump forseti Bandaríkjanna hélt fund með Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Skotlandi í dag. Að viðræðum loknum tilkynnti Trump að Bandaríkin og ESB hefðu náð viðskiptasamningi.
Leiðtogarnir tveir hrósuðu starfsmönnum sínum fyrir alla þá vinnu sem lögð var í að samkomulag gæti tekist. Ursula von der Leyen sagði í samtali við fjölmiðla:
„Útgangspunkturinn var ójafnvægi, hagnaður okkar megin og halli á hlið Bandaríkjanna. Við vildum endurjafna viðskiptatengslin.
Og við vildum gera það á þann hátt að viðskiptin færu fram milli okkar yfir Atlantshafið. Sem tvö stærstu hagkerfin eigum að hafa gott flæði í viðskiptum á milli okkar. Ég held að við höfum náð nákvæmlega þeim punkti sem við vildum finna.“
Trump forseti svaraði:
„Orkan er mjög mikilvægur þáttur, – við höfum meiri orku en nokkur annar í þeim skilningi. Ég held að það hafi verið mjög skynsamlegt að þeir kaupa mikla orku sem er afar mikilvægt.“
Samkvæmt skilmálum samkomulagsins hefur ESB samþykkt að kaupa orku frá Bandaríkjunum að verðmæti 750 milljarða dala.
Að auki mun ESB fjárfesta í Bandaríkjunum að verðmæti 600 milljarða dala umfram venjulegar fjárfestingar og kaupa hergögn að verðmæti hundruð milljarða dala.
Trump forseti benti á að stál yrði óbreytt, þar sem það tilheyrir alþjóðlegum samningum.
Evrópskar vörur sem koma til Bandaríkjanna verða með 15% tollum og ESB mun setja 0% tolla á bandarískar vörur.