Handaband hefur þótt sjálfsagður og kurteis siður meðal Svía burtséð frá kyni. En núna þurfa karlmenn ekki lengur að taka í hendur kvenna. Múslímskir siðir breiða úr sér í Svíþjóð.
Múslímskur maður í Stokkhólmi sótti um starf sem öryggisvörður og var boðaður í viðtal. Hann tilkynnti þá, að hann tæki ekki í hendina á konum af trúarástæðum. Að heilsa konu með handabandi er óhugsandi. Þá afbókaði ráðningarfyrirtækið viðtalið. Maðurinn kærði fyrirtækið fyrir mismunun og umboðsmaður mismununar, Diskrimineringsombudsmannen, DO, hefur núna úrskurðað að ákvörðunin að afbóka viðtalið hafi verið röng. Expressen greinir frá.
Fyrirtækið, sem sér um ráðningar innan almenningssamgangna í Stokkhólmi, hætti við að taka viðtalið við manninn eftir að hann lýsti því yfir fyrir fram, að ekki kæmi til greina að taka í hendi neinnar konu.
Í kæru sinni til umboðsmanns mismununar segir maðurinn að starf öryggisvarðar krefjist sjaldnast líkamlegrar snertingar. Jafnframt að hann eigi ekki í neinum vandræðum með að vinna með konum „í neyðartilvikum.“
Vinnuveitandinn vísaði til hlutleysisstefnu þar sem talið er óleyfilegt að neita að taka í hendi kvenna jafnvel af trúarástæðum. Einnig var því haldið fram að líkamleg snerting eins og til dæmis að takast í hendur væri mikilvægur þáttur starfsins.
Umboðsmaður mismununar vísar þessum rökum á bug og segir enga ástæðu krefjast þess að karl og kona takist í hendur enda séu til aðrar leiðir til að sýna „virðingu.“ Umboðsmaður mismununar skrifar til stuðnings ákvörðun sinni: