Núna eiga allir Svíar 16 ára og eldri að geta skipt um lögfræðilegt kyn með einfaldri umsókn á Internet. Lögin sæta mikilli gagnrýni, einnig innan ríkisstjórnarinnar. Ebba Busch, aðstoðarforsætisráðherra (á mynd), segir lögin skapa ófremdarástand og vill að ríkisstjórnin dragi þau til baka áður en þau eiga að taka gildi þann 1. júlí n.k.
Bráðum dugar með stafræna heimsókn til heilbrigðisþjónustunnar í Svíþjóð til að skipta lögfræðilega um kyn. Þann 1. júlí taka gildi ný lög um kynvitund í Svíþjóð og samkvæmt leiðbeiningum sænsku Félagsmálastofnunarinnar, þá dugar að fara á Internet og tilkynna stafrænt að maður skipti um kyn.
Sænska ríkisstjórnin hefur lækkað aldurstakmarkið fyrir löglega kynleiðréttingu úr 18 árum í 16 ár að því tilskyldu að forráðamenn barnsins gefa sitt samþykki. Lögin sem eiga að auðvelda unglingum að skipta um kyn – alla vega löglega á pappírnum – taka gildi þann 1. júlí í sumar. Heilbrigðiseftirlitið hefur þess vegna gefið út leiðbeiningar fyrir heilbrigðisþjónustuna. Að sögn Pär Ödman, yfirlögfræðings stofnunarinnar, á að vera eins einfalt og mögulegt er að skipta um kyn. Hann segir við sænska útvarpið:
„Mikilvægt er að hafa í huga að þessi lög byggja að miklu leyti á sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins í ferli sem á að vera einfalt.“
Til að fá kynleiðréttingu í þjóðskrá þarf þess vegna engar læknisfræðilega greiningu lengur. Það dugir að fá vottorð frá lækni, sálfræðingi eða ráðgjafa eftir eina stafræna heimsókn á netinu til að fá slíkt vottorð.
Gagnrýni vísað á bug sem falsfréttum
Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram varðandi lögin bæði frá stjórnmálamönnum og almenningi. Til dæmis varar aðstoðarforsætisráðherra Svíþjóðar, Ebba Busch frá Kristdemókrötum aðstoðarforsætisráðherra Svíþjóðar, við því að lögin gætu aukið á „kynlega vanlíðan“ og að óafturkræf læknismeðferð gæti orðið næsta skref.
Hún hvetur aðra flokka til þess að vakna og draga lögin til baka áður en þau taka gildi. Jafnréttisráðherrann Nina Larsson frá Frjálslyndum segir gagnrýninni ofaukið. Í færslu á Instagram skrifar hún:
„Því miður höfum við séð hvernig falsfréttum er dreift um áhættu laganna, í tilraun til að flytja inn bandarískt menningarstríð.“
Nýju lögin taka gildi 1. júlí og heimila öllum eldri en 16 ára að breyta lögkyni sínu án þess að fá fyrst læknisfræðilega greiningu. Frjálslyndi flokkurinn sem er í sænsku ríkisstjórninni ver lögin sem mikilvæga umbót fyrir „viðkvæman hóp.“ Nina Larsson segir:
„Sem frjálslyndur ráðherra sem ber ábyrgð á málefnum hinsegin fólks, þá styð ég heilshugar rétt allra til að vera þeir sjálfir 💙🏳️🌈.“