Núna eru færri myrtir í El Salvador en í Svíþjóð

Meðlimir glæpahóps í Svíþjóð til vinstri og frá Salvador til hægri.

Met var slegið í fækkun morða í El Salvador á síðasta ári. Það segir ríkissaksóknari landsins. Fyrir aðeins tíu árum var El Salvador eitt hættulegasta ríki heims. Núna eru framin færri morð í El Slvador en í Svíþjóð.

Dómsmálaráðherra landsins, Rodolfo Delgado, skrifar á X að 114 manns hafi verið myrtir í El Salvador árið 2024. Í desember var einungis eitt morð framið og El Salvador gengur inn í nýtt ár með sögulegt afrek að baki.

Hættulegasta land í heimi

Margt hefur gerst í El Salvador á aðeins tíu árum. Árið 2015 voru 6.656 morð opinberlega skráð en það þýðir að rúmlega einn af þúsund hverjum íbúa var myrtur það ár. Þá var El Salvador talið eitt hættulegasta ríki heims.

Fjöldamorðin má nánast eingöngu rekja til glæpahópanna MS-13 og Barrio 18 sem eiga rætur að rekja til Los Angeles. Þaðan fluttu glæpamenn inn klíkumenninguna til heimalandsins. Ástandið var skelfilegt eins eitt atvik árið 2010 sýnir þegar meðlimir Barrio 18 kveiktu í troðfullri rútu og sautján manns voru brenndir til bana í úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador.

Glæpaklíkurnar skilgreindar sem hryðjuverkasamtök

2015 ákvað hæstiréttur El Salvador að MS-13 og Barrio 18 verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök. 2020 segir dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr á blaðamannafundi að einn meðlimur MS-13 sé eftirlýstur fyrir hryðjuverk. Það er í fyrsta sinn sem meðlimur glæpaklíku klassas sem hryðjuverkamaður. Eftir ofbeldisöldu þegar 87 manns voru myrt á einni helgi ákvað ríkisstjórn El Salvador að lýsa yfir neyðarástandi. Nayib Bukele forseti El Salvador lýsti yfir stríði gegn glæpahópunum. Sömu helgi voru 600 meðlimir hópanna handteknir og stungið í steininn í óákveðinn tíma. Yfirvöld halda áfram eftir það að elta uppi og handtaka glæpamennina.

Bukele einn vinsælasti forseti allra tíma

Neyðarlögunum hefur síðan verið framlengt mánaðarlega einn mánuð til viðbótar. Yfir 80 þúsund glæpamenn hafa verið handteknir og dúsa í yfirfullum fangelsum. Átta þúsund hafa verið látnir lausir. Margir glæpamennirnir láta rista inn nafn glæpahópsins sem þeir tilheyra í húðina sbr. myndina hér að neðan:

El Salvador hefur sætt gagnrýni fyrir að fangelsa grunaða glæpaklíkumeðlimi oft án réttarhalda. Gagnrýnin tekur einnig yfir meðhöndlun fanganna en hundruð hafa drepist í fangelsunum. En fyrir almenning í El Salvador er ástandið í landinu þeim mun betra. Ár 2022 voru 495 drepnir, 2023 fór talan niður í 154 og svo niður enn frekar í 114 í fyrra 2024. Bukele er einn vinsælasti forseti allra tíma í El Salvador.

Fara efst á síðu