Nigel Farage vill fá brottvísunarráðherra

Umbótaflokkur Nigel Farage, Reform UK, er efstur í skoðanakönnunum og ef hann yrði kjörinn forsætisráðherra landsins, þá lofar Nigel Farage að búa til nýtt ráðherraembætti eingöngu fyrir brottvísanir. Ólöglegir innflytjendur streyma áfram inn í landið af fullum krafti.

Í þessari viku fordæmdi Nigel Farage fjölmenningarhyggjunna sem misheppnaða tilraun í Bretlandi nútímans. Hann gagnrýndi Verkamannaflokkinn fyrir hvernig stjórnvöld taka á vandanum með ólöglega innflytjendur. Hann sakar yfirvöld um að hafa misst stjórn á aðstæðunum í Ermarsundinu.

Farage vill sjá sérstaka deild innan innanríkisráðuneytisins sem eingöngu helgar sig því að vísa ólöglegum innflytjendum úr landi með skjótum hætti. Vill hann að sérstakur ráðherra fari með þau mál svo að „einhver innan ríkisstjórnarinnar verði ábyrgur.“ Farage sagði í ræðu í Dover:

„Það sem ég er að kalla eftir er í raun ekki neitt sérstaklega róttækt. Þetta er í raun bara heilbrigð skynsemi.“

Ef Farage verður forsætisráðherra Bretlands þá lofar hann að auka brottvísanir bæði ólöglegra innflytjenda og erlendra glæpamanna.

Nokkrum dögum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar ítrekaði Farage óskina um að Bretland segi sig frá Mannréttindadómstólnum og afnemi mannréttindalög.

„Við sjáum glæpamenn haga sér hræðilega í hverri viku og ætti að senda úr landi sem ekki er gert. Það er vegna þess að þeir krefjast réttar til fjölskyldulífs og Mannréttindadómstóllinn í Evrópu leyfir þeim að vera áfram.“

„Þessi Verkamannastjórn fullyrðir að hún hafi aukið brottvísanir, en allt sem hún hefur gert er að senda burt fólk sem hefur dvalið lengur en gildistími vegabréfsáritana og þá sem vilja snúa aftur sjálfviljugir, oft með 3.000 pund í vasanum.“

Fjölmenningarlegt hrun

Farage vísaði jafnframt til talna sem sýna að innflytjendur eru 39% líklegri til að fremja glæpi en breskir ríkisborgarar. Hann varar við aukinni öfgastefnu og sértrúarátökum sem kynt er undir af innflytjendum sem neita að aðlagast.

Farage sagði að Bretland væri núna að greiða verðið fyrir áratuga pólitíska undanlátssemi gagnvart fjölmenningarhyggjunni og hélt því fram að það hefði skapað sundrungu um allt landið.

Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur fjöldi ólöglegra innflytjenda yfir Ermarsundið slegið fyrri met, – næstum 9.000 sem er 42% aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

Fara efst á síðu