Nefnd „Drottning Skota“ fyrir að verja systur sína

Milljarðamæringurinn Elon Musk hefur deilt myndbandi sem sýnir 21 árs gamlan búlgarskan innflytjenda ganga um og taka kvikmyndir af smástelpum í Skotlandi – en er hrakinn á brott af stúlku með hníf. Lögreglan í Skotlandi varar nú almenning við því að dreifa rangfærslum um atvikið, skrifar breska blaðið Independent.

Myndskeiðið sýnir stúlku vopnaða öxi og hníf hrópa á fullorðinn innflytjanda með myndavél að halda sig fjarri og snerta ekki 12 ára gamla systur sína.

Lögreglan fullyrðir hins vegar að maðurinn sé saklaus búlgarskur faðir sem var ráðist á meðan hann var í göngutúr. Lögreglan segir að ólögráða stúlka verði ákærð fyrir stórhættulegan vopnaburð og að málið hafi verið sent til félagsmálayfirvalda.

Almenningur á erfiðleikum með að trúa þeirri sögu.

Lögreglan hefur því gefið út „viðvörun“ við því að dreifa því sem hún kallar rangar upplýsingar um að fullorðinn innflytjandi hafi hagað sér óviðeigandi á nokkurn hátt.

Elon Musk og Tommy Robinson hafa gefið í skyn að stúlkan hafi verið í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi af hálfu innflytjandans en lögreglan segir það vera rangt þar sem ekki hafi verið sannað að innflytjandinn hafi í raun ætlað að ráðast á stúlkurnar. Hins vegar sýnir myndbandið þegar fullorðni maðurinn eltir þær út á grasflöt og kvikmyndar þær, er ágengur og almennt árásargjarn.

Yfirlögregluþjónninn Nicola Russell, sem ber ábyrgð á lögregluumdæminu í Tayside, segir við Independent:

„Við erum meðvituð um rangfærslurnar sem dreifast á samfélagsmiðlum.“

Atvikið á sér stað á sama tíma og umræður eru í Skotlandi um, hvort lögreglan eigi að hætta að fela þjóðerni grunaðra og hælisstöðu í tengslum við glæpi. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper segir að hún sé að vinna með lögreglunni að því að þróa nýjar leiðbeiningar til að auka gagnsæi í þessum málum.

Stúlkan hefur verið meðhöndluð sem hetja á samfélagsmiðlum, með teikningum sem sýna hana sem Braveheart, Jóhönnu af Örk m.fl. Fjáröflunarátak hefur safnað yfir 30.000 pundum fyrir stúlkuna að sögn The Guardian.

Samkvæmt The Guardian heldur fjölskylda stúlkunnar því hins vegar fram að innflytjandinn hafi ráðist á systir stúlkunnar fyrir atvikið. Þetta hefur einnig verið sagt vera ástæðan fyrir því að hún vopnaðist hníf og öxi. Þau saka fjölmiðla og yfirvöld um að ljúga um það sem gerðist.

Fjölskyldan skrifar:

„Við þurfum hjálp til að standa gegn spilltu réttarkerfi sem kýs frekar að elta fórnarlömb en að draga innflytjendur til ábyrgðar fyrir glæpi sína.“

Fara efst á síðu