Nató „samþykkir” árásir Úkraínu á Rússland

Nató veitir „samþykki“ sitt fyrir innrás Úkraínumanna í Kúrsk-hérað í Rússlandi. Frá þessu er greint í þýska blaðinu Welt sem tók viðtal við framkvæmdastjóra hernaðarbandalagsins, Jens Stoltenberg.

Þýska blaðið bendir á, að þetta sé í fyrsta sinn sem hernaðarbandalagið tjáir sig opinberlega um áframhaldandi hernám Úkraínu á hluta Kúrsk-héraðs. Hernaðaraðgerð sem hefur staðið yfir í tæpar fjórar vikur. Stoltenberg sagði:

„Rússar hafa að ástæðulausu verið í árásarstríði gegn Úkraínu í meira en 900 daga og hafa síðan gert fjölmargar árásir frá Kúrsk svæðinu yfir landamærin til Úkraínu. Samkvæmt alþjóðalögum eru rússneskir hermenn, skriðdrekar og herstöðvar lögmæt skotmörk.”

Réttur Úkraínu

Stoltenberg bendir á að Úkraína hafi rétt á að verja sig, sem að hans sögn þýðir líka að reyna að leggja undir sig landsvæði í Kúrsk. Hann vísar til réttar til sjálfsvarnar og segir Nató ekkert hafa með innrásina að gera:

„Það er ákvörðun Úkraínu hvernig þeir vilji verja sig. Samkvæmt alþjóðalögum endar sá réttur ekki við landamærin (að Rússlandi). Nató hafði ekkert hlutverk í þessu.”

Rússar sækja fram í Donbass

Á innan við mánuði hefur úkraínski herinn hertekið rúmlega 1.200 ferkílómetra af rússnesku yfirráðasvæði í Kúrsk-hérað. Úkraínumenn hafa mætt harðri mótspyrnu og eru brytjaðir niður af rússneska hernum. Samtímis halda Rússar áfram sókn sinni í Donbass í austurhluta Úkraínu. Í ágústmánuði hertóku rússneskir hermenn 370 ferkílómetra landsvæði, samkvæmt heimildum rússneska hersins. Rússneski herinn sækir núna hraðar fram en þeir hafa gert í tæp tvö ár. Er það að hluta til vegna flutninga úkraínskra hersveita frá Donbass til sóknarinnar í Kúrsk.

Þýskaland stærsti stuðningsaðili Úkraínu í Evrópu

Úkraína þarf meira af vopnum og meiri peninga til að geta haldið áfram stríðinu. Núna koma peningar og vopn meðal annars frá Þýskalandi. Stoltenberg sagði nýverið:

„Ég fagna skýrri skuldbindingu Þýskalands um að vera áfram stærsti hernaðargjafi Evrópu og jafnframt næststærsti styrktaraðili heims til Úkraínu.”

Vopnaflæði til Úkraínu mætir harðri andstöðu í Þýskalandi sem endurspeglast í vaxandi stuðningi við flokka eins Valkost fyrir Þýskaland (AfD) og Sahra Wagenknecht bandalagið (BSW), sem báðir gagnrýna stríðsþátttöku Þýskalands harðlega.

Fara efst á síðu