Nató með heræfingu fyrir kjarnorkustríð

Mark Rutte, nýr aðalritari Nató tekur við fundarhamrinum úr hendi fyrri aðalrita, Jens Stoltenberg.

Á sama tíma og spennan gegn Rússlandi eykst, þá eykur hernaðarbandalagið Nató spennuna enn frekar með umfangsmikilli heræfingu sem hefst í næstu viku og stendur yfir í tvær vikur. Verið er að æfa undirbúning fyrir kjarnorkustríð.

Mánudaginn 14. október í næstu viku hefst Nató-æfingin Staðfast hádegi „Steadfast Noon“ sem er árleg æfing fyrir hvernig herbandalagið á að bregðast við í kjarnorkustríði. Samkvæmt Reuters taka allt að 2.000 manns þátt í æfingunni frá 13 löndum með 60 orrustuþotur, þar á meðal B-52 sprengjuflugvélar sem eru stærstu sprengjuflugvélar í heimi.

Æfingin nær yfir Bretland, Norðursjó auk Belgíu og Hollands. Finnland tekur þátt í æfingunni en ekki Svíar og er því borið við að æfingin rekist á við „aðra fyrirhugaða starfsemi.“ Spurning um kjarnorkuvopn er pólitískt hitamál í Svíþjóð og margir Svíar gegn yfirlýsingu heryfirvalda og ráðherra um að kjarnorkuvopn verði á sænskri þegar sú heimsstyrjöld sem verið er að búa sig undir brýst út.

Viðkvæmur tími

Nýlega samþykkti Evrópusambandið að leyfa Úkraínu að skjóta langdrægum eldflaugum á skotmörk í Rússlandi. Allir vita, að Rússar líta það mjög alvarlegum augum og ögrun Nató við Rússland, vegna þess að það eru starfsmenn Nató en ekki Úkraínumenn sem hafa kóðana fyrir vopnin. Þetta þýðir í framkvæmd, að það eru starfsmenn Nató sem gera árásir á Rússland með vopnunum og því ekki hægt að halda því fram, að Úkraína geri slíkar árásir, þótt aðfluttum vestrænum langdrægum eldflaugum verði skotið frá Úkraínu.

Engin virk kjarnorkuvopn verða notuð á æfingunni að sögn Nató og fullyrða fulltrúar Nató að æfingin hafi ekkert með Rússland að gera. Engu að síður verður æft með bandarískum orrustuþotum sem geta borið kjarnorkuvopn í hugsanlegri kjarnorkustyrjöld. Rússar hafa lýst því yfir áður að þeir geti ekki vitað hvort alvöru kjarnorkuvopn eru um borð eða ekki, þannig að þeir líta á öll slík tæki sem ögrun við sig. Hætta er því á að litið verði á æfinguna sem ögrun frá rússneskri hlið.

Stigmögnun eða….?

Þar sem stríðið í Úkraínu gengur ekki eins og Nató hafði vonast eftir, þá hafa margir áhyggjur af því að Nató vilji knýja fram bein átök við Rússland. Forystumenn ESB að nokkrum undanskildum segja útilokað að ræða um frið nema að Rússland verði rekið út úr Úkraínu. Það þýðir að héruðin í Austur-Úkraínu sem í dag eru orðin hluti af Rússlandi verði endurheimt sem ekki gerist án þriðju heimsstyrjöldarinnar við Rússa.

Sífellt heyrast samt fleiri raddir um að hefja friðarumleitanir. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, eru meðal þeirra leiðtoga bæði ESB- og Nató-ríkja sem vilja stöðva stigmögnun stríðsins og koma á vopnahlé svo hægt verði að hefja samningaumræður um frið.

Fara efst á síðu