Frá toppfundi Nató í vikunni (mynd: Nató).
Hernaðarbandalagið Nató er í uppnámi vegna alvarlegs spillingarmáls þar sem grunur leikur á peningaþvætti við kaup á hergögnum. Frá þessu greina margir fjölmiðlar.
Belgískir fjölmiðlar greina frá því að tveir einstaklingar voru handteknir í Belgíu á mánudag vegna kæru yfirvalda sem vinna gegn spillingu. Annar þeirra er enn í haldi en hinum var sleppt.
Handtökurnar eru hluti af yfirstandandi alþjóðlegri lögreglurannsókn á „óreglu“ við gerð hernaðarsamninga sem Innkaupastofnun Nató, NSPA, hefur gert.
Peningaþvottur
En þessir tveir eru ekki einu þeir einu sem voru frelsissviptir. Ónefndur talsmaður Nató sagði við AFP að „margir voru handteknir í nokkrum löndum.“ Auk belgískra yfirvalda hafa hollensk, ítölsk, spænsk og bandarísk yfirvöld einnig framkvæmt húsleitanir og handtekið grunaða aðila.
Grunur leikur á að margir starfsmenn NSPA séu viðriðnir hneykslismálið, þar sem leynilegum upplýsingum var deilt með fyrirtækjum í hergagnaiðnaðinum.Var það gert til að tryggja fyrirtækjunum arðbæra vopnasamninga.
Samkvæmt belgískum yfirvöldum eru þessir starfsmenn einnig grunaðir um að hafa þvegið peninga í gegnum ráðgjafarfyrirtæki. Á þennan hátt hafa leiðtogar Nató notfært sér tækifærið til að fylla eigin bankareikninga á meðan Evrópa er að hervæðast.
Eurojust, samstarfsstofnun ESB í refsirétti, rannsakar núna þessar ásakanir um spillingu.