Nató er tannlaust tígrisdýr sem búið er að tapa Úkraínustríðinu

Það var heimskulegt af Svíum að ganga með í Nató til liðs við samtök sem eru rugluð og þegar búin að tapa stríðinu gegn Rússlandi. Nató „ræður ekkert við slíkt stríð“ segir Lars Bern í viðtali við Swebbtv og líkir Nató við „tannlaust tígrisdýr.“

Þeir Mikael Willgert hjá Swebbtv og Lars Bern ræddu meðal annars um stigmögnun Úkraínustríðsins í síðasta samtalsþætti Swebbtv núna fyrir helgi. Langdrægu eldflaugarnar sem Úkraína skaut á Rússland hafa ef til vill ekki valdið neinum miklum skaða. Úkraína getur ekki notað vopnin án beinnar aðstoðar Nató. Þátturinn var tekinn upp áður en

Stríðið hefur breyst og er orðið að stríði á milli Nató og Rússlands

Þetta þýðir að stríðið hefur breyst núna úr stríði á milli Úkraínu og Rússlands í beint stríð milli Rússlands og Nató og þannig líta Rússar á málin. Lars Bern sagði:

„Þetta er það sem við höfum verið að segja allan tímann. Þetta er stríð á milli Rússlands og Nató og Rússland er að vinna þetta stríð gegn Nató. Við Svíar vorum nógu heimskir til að ganga í Nató og getum líklega fullyrt, að það sé tannlaust tígrisdýr. Nató ræður ekki einu sinni við stríð sem þetta gegn Rússlandi.  

Fullyrt er að um tíu þúsund hermenn frá Norður-Kóreu séu í Kursk en enginn hefur getað sýnt þá

„Til að réttlæta þessar eldflaugaárásir, þá er fullyrt að það séu yfir 10.000 hermenn frá Norður-Kóreu í Kursk. En enginn hefur getað sýnt þá. Sagt er að það sé stigmögnun af hálfu Rússa að hleypa hermönnum Norður-Kóreu inn í stríðið. En Úkraína hefur haft Nató-hermenn sem „sjálfboðaliða,“ tækniaðstoðarmenn, ráðgjafa og svo framvegis. Af hálfu Úkraínu er ekkert talað um það, að Nató sé þar að baki.

Rússar munu beina mætti sínum gegn Nató

Svo hvað gerist núna? Lars Bern telur að Rússland geti gripið til margvíslegra ráðstafana. Svíþjóð gæti líka orðið fyrir áhrifum. Spurningin er hversu langt Rússarnir eru tilbúnir að ganga. Munu þeir halda aftur af sér og bíða þar til Donald Trump kemst í Hvíta húsið?

„Mér finnst mjög erfitt að komast inn í hugsunarhátt Kremlverja, hversu langt þeir eru reiðubúnir að ganga. Þeir hafa sagt að þeir muni grípa til mótvægisaðgerða og Rússar gera yfirleitt það sem þeir segja. Þeir munu sýna mátt sinn gagnvart Nató-ríkjunum, því núna er þetta orðið stríð gegn Nató. Þeir munu ráðast gegn hagsmunum Nató.“

Bölvanlega ábyrgðarlaus hegðun stjórnmálamanna

Að sögn Lars Bern hafa Nató og vestrænir stjórnmálamenn reynst gjörsamlega stríðsóðir. Þeim hefur algjörlega mistekist að koma Pútín frá eða veikja Rússland. Þvert á móti.

„Það er svo erfitt fyrir stjórnmálamenn okkar á Vesturlöndum að viðurkenna þennan ósigur, þannig að þeir eru reiðubúnir að stigmagna þetta upp í heimsstyrjöld. Hegðun stjórnmálamanna okkar er bölvanlega ábyrgðarlaus.“

Fara efst á síðu