Musk gagnrýnir stefnu Trumps harðlega: „Svínaveisla – skuldaþrældómur og einsflokksríki“

Elon Musk hefur gagnrýnt stóra fallega fjárlagafrumvarp Donalds Trumps harðlega. Fjárlögin voru nýlega samþykkt í öldungadeildinni og fara aftur til fulltrúadeildarinnar til endanlegrar samþykktar en Trump leggur áherslu á að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí á föstudaginn. Ef tillagan verður samþykkt þá hyggst Musk stofna nýjan stjórnmálaflokk.

Elon Musk var ekkert að skafa af orðum þegar hann gagnrýndi fjárlagafrumvarp Trumps – „Stóra, fallega frumvarpið“ – sem núna er verið að ganga frá sem lögum. Musk skrifaði á X:

„Það er augljóst með hinum brjálæðislegu útgjöldum í þessari tillögu, sem hækkar skuldaþakið upp í nýtt met FIMM TRILLJÓNIR DOLLARA, að við búum í eins flokks ríki – SVÍNAVEISLA!! Tími til að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem raunverulega ber umhyggju fyrir fólkinu.“

„Sérhver þingmaður sem barðist fyrir því að draga úr ríkisútgjöldum og greiddi síðan strax atkvæði um stærstu skuldaaukningu sögunnar ætti að skammast sín! Og þeir munu tapa forkosningunum á næsta ári þótt það verði það síðasta sem ég geri á þessari jörð.“

„Hvernig getið þið kallað ykkur Frelsisflokkinn ef þið kjósið tillögu um SKULDÞRÆLKUN með stærstu hækkun skuldaþaksins í sögunni?“

Samkvæmt Musk er í raun aðeins einn flokkur í Bandaríkjunum. Hann skrifar:

„Þeir eru bara tveir flokkar í þykjustunni. Í raun er þetta aðeins einn flokkur.“

„Ef þessi brjálæðislega tillaga verður samþykkt verður Ameríkuflokkurinn stofnaður daginn eftir. Land okkar þarfnast valkosta við eins flokks kerfi Demókrata og Repúblikana, svo að fólkið hafi í raun RÖDD.“

Samkvæmt Elon Musk sýna skoðanakannanir að frumvarpið sé „pólitískt sjálfsmorð fyrir Repúblikana.“

Í annarri færslu lofar Musk að styðja Repúblikanann Thomas Massie, sem er á móti fjárlagafrumvarpinu.

Í svari við því hótar Donald Trump, í færslu á Truth Social, að draga til baka niðurgreiðslur Musk, sem að sögn Trumps þýðir líklega að Musk þurfi að „fara heim til Suður-Afríku.“

Fara efst á síðu