Musk: Fjölmiðlar egna til morðtilræðis gegn mér og Trump

Nún er Elon Musk einnig í lífshættu. Hann metur ástandið þannig eftir að hann blandaði sér í stjórnmálin með Donald Trump.

Athafnamaðurinn Elon Musk tekur þátt í kosningabaráttunni með Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann hélt ræðu í Pittsburgh um helgina (sjá Youtube myndskeið að neðan) og sagði þá um stjórnmálaþátttöku sína:

„Að taka þátt í stjórnmálum er ekki það sem ég vil og það eykur verulega hættuna á að verða myrtur. En það er svo mikið í húfi núna að mér finnst ég ekki hafa neinn valkost. Það er ástæðan.“


„Ég var nýlega á forsíðu að ég held stærsta dagblaðs Þýskalands sem heitir Der Spiegel og er eins og Time Magazine þeirra eða eitthvað… sem segir að ég sé „óvinur númer tvö.“ Já. Óvinur þeirra númer tvö – fyrir hvað? Ég er fyrir lýðræðið. Það eina sem ég er að reyna að gera er að halda stjórnarskránni við lýði og tryggja að við höfum frjálsar og sanngjarnar kosningar. Þannig að ég mun örugglega uppfæra öryggisráðstafanir mínar. Hugsa að það sé þá best að hætta við opnu bílalestina.“

Hneykslaður á hatri vinstri manna

Enn fremur er Musk hneykslaður á hatri vinstri manna:

„Þeir segjast vera umburðarlyndir en samt eru þeir afskaplega óþolinmóðir og spúa hatri. Með linnulausum árásum sínum eru gamlir fjölmiðlar virkir í því að hvetja til morðs á Donald Trump og núna mér.“

Fara efst á síðu