Musk: Bretland „á fullri ferð með Stalín“

Elon Musk er ekkert að skafa af hlutunum og hann hefur skoðanir á mörgum málum ekki síst eftir að hann tók yfir Twitter og breytti því í X til að ljá málfrelsinu lið. Hann hefur kallað Olaf Scholz kanslara Þýskalands „fábjána“, gagnrýnt ítalska dómskerfið harðlega fyrir að hindra áætlanir Giorgia Meloni forsætisráðherra að senda innflytjendur til Albaníu og núna segir hann að með árásum Starmers á bændastéttina með nýja erfðaskattinum, þá sé Bretland komið á „fulla ferð með Stalín.“

GB News greinir frá:

„Elon Musk bregst við hótunum þingmanna sem vilja fá hann til Bretlands til að rannsaka þátt samfélagsmiðlilsins X í dreifingu „falsupplýsinga í mótmælunum í sumar.

Chi Onwurah, formaður rannsóknarnefndar Verkamannaflokksins á breska þinginu, sem rannsakar dreifingu skaðlegra falsfrétta með aðstoð gervigreindar, vill að eigandi Tesla og SpaceX komi til yfirheyrslu til Bretlands og útskýri meinta „dreifingu á hreinum falsupplýsingum.“

Musk hefur slegið til baka og varar breska þingmenn við því, að þeir verði kallaðir til Bandaríkjanna til að útskýra ritskoðun sína og hótanir við bandaríska ríkisborgara.“

Musk svaraði færslu frá malasíska stjórnmálaskýrandanum Ian Miles Cheong sem segir að Bretar séu að leggja gildru fyrir Musk:

„Þetta er gildra. Þingmenn munu handtaka hann við landamærin, krefjast þess að fá að sjá innihald símans hans og ákæra hann samkvæmt hryðjuverkalögum þegar hann neitar.“

Musk neitaði að mæta á fund í Bretlandi um miðjan október. Musk sagði þá:

„Ég held að enginn eigi að fara til Bretlands á meðan þeir eru að leysa dæmda barnaníðinga úr haldi til að fá pláss í fangelsum fyrir fólk sem segir skoðanir sínar á samfélagsmiðlum!“

Hér má sjá þegar bændur lokuðu London nýlega í mótmælum gegn landbúnaðarstefnu Keir Starmers og nýja erfðaskatti Verkamannaflokksins:

Fara efst á síðu