Milljón krónur í byrjunarlaun? – Já, ef þú ert sendill hjá ESB

Að vinna fyrir ESB getur orðið mjög arðbær starfsferill. Launin eru há, fríðindin mörg – og reglurnar sem stjórna öllu þessum fríðindum komast fyrir á 235 síðum handbókar ESB um laun og launafríðindi starfsmanna sambandsins. Gangverk ESB samanstendur af tugþúsundum starfsmanna með mjög mismunandi hlutverk. Sumir eru ráðgjafar sem ráðnir eru í stutt verkefni en aðrir hafa fastar stöður til dæmis í framkvæmdastjórn eða á ESB-þingi.

Fastar stöður eru í 16 þrepa launaskala. Nýútskrifaðir fræðimenn byrja venjulega á þrepi 5 – þar sem byrjunarlaunin eru um 850.000 krónur á mánuði. Því hærra sem þú ferð, því meira hækka launin. Æðstu stjórnendurnir á 16. þrepi geta haft mánaðarlaun allt að 3,3 milljónum króna.

En þetta er bara byrjunin, því auk grunnlaunanna eru margs konar viðbætur og fríðindi sem gera launin enn rausnarlegri.

Áttu börn eða maka? Þá færðu heimilisstyrk, barnabætur og styrk til menntunarkostnaðar. Ef þú ert staðsettur í öðru landi en heimalandi þínu, til dæmis í belgísku höfuðborginni Brussel, átt þú einnig rétt á útlendingastyrk sem jafngildir 16% af grunnlaunum – auk annarra fríðinda vegna fjölskyldunnar. Að auki færðu ferðastyrk til að ferðast með reglulegu millibili til heimalandsins.

Mikilvægt er að vita að starfsmenn ESB greiða ekki tekjuskatt í heimalandi sínu eða í því landi þar sem þeir starfa. Í staðinn lúta þeir eigin skattkerfi innan ESB. Skatturinn er stigvaxandi og er á bilinu 8 til 45% eftir tekjum. Lífeyrir og önnur iðgjöld eru einnig dregin frá laununum. Þetta kerfi er öðruvísi miðað við venjuleg skattakerfi.

Dæmi um laun ESB-búrókrata

Hversu mikið þú færð útborgað fer eftir nokkrum þáttum: launaflokki, launabótum, fjölskyldubótum ásamt þeim skattflokki sem þú tilheyrir. Samkvæmt útreikningsdæmum Dagens Nyheter getur mánaðarleg útborgun hæglega farið upp í milljónatug á mánuði:

  • Nýráðinn búrókrati án barna og maka sem er 30 ára gamall fær grunnlaun upp á 924.000 krónur og útlendingastyrk upp á 147.000 krónur. Samtals verða mánaðarlaunin upp á rúma milljón íslenskar krónur.
  • 45 ára gamall maður sem er millistjórnandi og á tvö börn á grunnskólaaldri fær grunnlaun upp á eina og hálfa milljón krónur. Heimilisstyrkur er 63.000 krónur, barnabætur eru upp á 146 þúsund krónur, námsstyrkur 99.000 krónur og útlendingastyrkur upp á 276 þúsund krónur. Samtals verða mánaðarlaunin því 2.098.681 íslenskar krónur. 
  • Sextug kona sem er framkvæmdastjóri og gift fær grunnlaun upp á 2.481.817 krónur, heimilisstyrk upp á 83.000 krónur og útlendingastyrk upp á 410.371 krónur. Þetta gefur mánaðarlaun upp á 2.975.193 íslenskar krónur.

Það er því eftir miklu að sækjast fyrir afdankaða íslenska stjórnmálamenn sem þjóðin hefur vikið af þingi að komast í veislu Brusselhirðarinnar. Þetta er ein af ástæðum fyrir áhuga þessa fólks að Ísland gangi með í ESB án þess að verið sé að tala upphátt um hvað viðkomandi græðir persónulega á því að komast með á launalistann hjá ESB.

Fara efst á síðu